Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 10:08 Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. Að minnsta kosti þrír alþingismenn greindust með kórónuveiruna í gær og fleiri gætu greinst eftir sýnatökur í dag. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðbrandur Einarsson þingmenn Viðreisnar greindu öll frá því í gær að þau væru smituð af veirunni. Guðbrandur var mættur til nefndarstarfa á þinginu í gærmorgun þegar hann var látinn vita að hann hefði verið útsettur. Hann segist nokkuð brattur, þrátt fyrir hita, beinverki og kvef. „Röddin er ekki upp á sitt besta. Ég myndi ekki vilja fara að syngja eitthvað núna,“ segir Guðbrandur, sem fékk nýlega örvunarskammt af bóluefni eins og svo margir Íslendingar síðustu vikur. „Ég held þetta sé að hafa veruleg áhrif á Viðreisn, án þess að ég vilji tjá mig um veikindi hvers og eins. En við erum öll saman í litlu herbergi og það er ekki hægt að komast hjá því að smitast ef einhver er smitaður á annað borð,“ segir Guðbrandur, og vísar þar til þingflokksherbergis Viðreisnar í Alþingishúsinu, sem er í minni kantinum. En það er óneitanlega sárt að missa af jólunum með fjölskyldunni? „Jú, vissulega. Það er eitthvað sem ég hef ekki upplifað síðan ég var smástrákur. En það þarf bara að vinna út úr því að vera einn á jólunum. Og það er bara ágætt að skilja hvernig það er að vera einn á jólunum. Það eru margir þannig,“ segir Guðbrandur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 „Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00 Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Að minnsta kosti þrír alþingismenn greindust með kórónuveiruna í gær og fleiri gætu greinst eftir sýnatökur í dag. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðbrandur Einarsson þingmenn Viðreisnar greindu öll frá því í gær að þau væru smituð af veirunni. Guðbrandur var mættur til nefndarstarfa á þinginu í gærmorgun þegar hann var látinn vita að hann hefði verið útsettur. Hann segist nokkuð brattur, þrátt fyrir hita, beinverki og kvef. „Röddin er ekki upp á sitt besta. Ég myndi ekki vilja fara að syngja eitthvað núna,“ segir Guðbrandur, sem fékk nýlega örvunarskammt af bóluefni eins og svo margir Íslendingar síðustu vikur. „Ég held þetta sé að hafa veruleg áhrif á Viðreisn, án þess að ég vilji tjá mig um veikindi hvers og eins. En við erum öll saman í litlu herbergi og það er ekki hægt að komast hjá því að smitast ef einhver er smitaður á annað borð,“ segir Guðbrandur, og vísar þar til þingflokksherbergis Viðreisnar í Alþingishúsinu, sem er í minni kantinum. En það er óneitanlega sárt að missa af jólunum með fjölskyldunni? „Jú, vissulega. Það er eitthvað sem ég hef ekki upplifað síðan ég var smástrákur. En það þarf bara að vinna út úr því að vera einn á jólunum. Og það er bara ágætt að skilja hvernig það er að vera einn á jólunum. Það eru margir þannig,“ segir Guðbrandur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Tengdar fréttir Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 „Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00 Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15
„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. 17. desember 2021 22:00
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05