Lýsa ófremdarástandi við Suðurlandsbraut Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2021 13:40 Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Kjarnanum, segir að það hljóti að vera til betri leið. Samsett Enn einn föstudaginn er runninn upp mikill álagstími í sýnatöku nú þegar faraldurinn virðist í uppsveiflu og fólk flykkist á hina ýmsu jólaviðburði. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hálfgert ófremdarástand hafi ríkt við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag og margir hafi áhyggjur af öryggi fólks á svæðinu. Einnig eru dæmi um að fólk hafi þurft að bíða í allavega klukkutíma eftir því að komast í sýnatöku. Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Kjarnanum, ætlaði að mæta samviskusamlega í hraðpróf í morgun vegna jólaboðs en varð frá að hverfa eftir streitumikla bið. Hún líkir reynslu sinni við að vera á bíl fyrir utan Wembley-höllina í Lundúnum skömmu fyrir stórtónleika. Þannig hafi óþreyjufullir bílstjórar beðið í langri röð eftir því að finna stæði á meðan börn og aðrir gangandi vegfarendur neyddust til að smeygja sér milli bíla. Vegfarendur hafi þá mætt bílum úr öllum áttum og innan um þá hafi bílstjórar reynt að bakka úr stæðum sínum. Svona var staðan á Suðurlandsbraut 34 um klukkan 11 í dag. Klippa: Gríðarleg ásókn í sýnatöku „Ég var fyrst og fremst að hugsa um hvað þetta væri mikil slysahætta, af því að það er engin stýring á þessu svæði. Fólk veit ekki hvort það geti keyrt þarna í gegn, það er fullt af bílum að snúa við og krakkar að hlaupa þarna yfir. Maður sá alveg fyrir sér slys þarna í uppsiglingu,“ segir Sunna í samtali við Vísi. Þar að auki megi sjá fólk reyna að hlaupa yfir umferðarþunga Suðurlandsbrautina og smeygja sér þar á milli bíla til að komast á áfangastað. „Svo eru tugir barna að streyma úr strætóum þarna rétt fyrir framan og búast kannski ekki við því að það komi bílar að þeim úr fjórum áttum.“ Fleiri viðmælendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum af umferðaröryggi á svæðinu. Svæðið sprungið Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist skilja vel þessar áhyggjur. Svæðið sé í raun sprungið og til greina komi að færa sýnatökuna annað eða fjölga stöðum ef það verða áfram svona stórir dagar trekk í trekk eftir áramót. Ekkert liggi þó fyrir í þeim efnum. Líkt og alltaf sé erfitt að spá fyrir um framtíð faraldursins. Ragnheiður segir að starfsemin á Suðurlandsbraut eigi erfitt með að ráða við viðlíka fjölda og heilsugæslan hafi gert ráð fyrir því að tilkoma einkaaðila ætti eftir að draga verulega úr álaginu. Svo hafi ekki farið. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm „Það eru sérstaklega stórir dagar núna síðustu helgarnar fyrir jól,“ segir Ragnheiður. Nú sé verið að taka í kringum tíu þúsund sýni á dag en staðsetningin sé góð miðað við fimm þúsund sýni. Sömuleiðis hafi verið mikil áskorun að manna sýnatökuna með starfsfólki. Ásókn líklega eftir að aukast Sunna telur vera mikla þörf fyrir umferðarstýringu á svæðinu, einkum á álagstímum eins og í morgun þegar kolniðamyrkur var í borginni og bílljós spegluðust á blautri götunni. Hún segist hafa fundið fyrir mikilli streitu við þessar aðstæður og endað á því að snúa aftur heim, óhraðprófuð enda engir tímar lausir í sýnatöku hjá einkaaðilum. „Við skulum vona að það deyi ekkert barn úr Covid-19 en það er alveg hætta á bílslysi þarna.“ Mikil ásókn er í hraðpróf um þessar mundir og allar líkur á því hún eigi eftir að aukast þegar nær dregur hátíðunum. Sunna telur mikilvægt að bregðast við þar sem allt útlit sé fyrir núverandi ástand sé komið til að vera, hvort sem það vari í nokkra mánuði eða nokkur ár. Mögulega væri hægt að reyna að dreifa álaginu með því að fjölga sýnatökustöðum og hafa þá á fjölförnum stöðum. Hafi letjandi áhrif á þau sem vilji setja öryggið á oddinn Sunna er ekki á leið á tónleika eða stórviðburð en segir að fjölskyldan hafi ákveðið að fara í hraðpróf áður þau mættu í næsta jólaboð. Hún telur vera hættu á því að núverandi ástand geti haft letjandi áhrif á það fólk sem vilji vera samviskusamt og fara í hraðpróf til að verja aðra. Sunna hefur skrifað ótal fréttir og greinar um farsóttina fyrir Kjarnann og segir að hún, líkt og margir aðrir, sé meðvituð um að staðan sé viðkvæm. Til að mynda hafi sóttvarnalæknir sagt í gær að það væri „fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur“ af þróuninni. „Ég tek þetta til mín og þess vegna vil ég gera rétt, ég vil passa mig og ekki leggja aðra í hættu og ég held að það séu fleiri nákvæmlega þannig. Það er stóra atriðið í mínum huga að smita ekki viðkvæmt fólk og svo virkar kerfið ekki þannig að ég geti gert þetta og liðið vel með það,“ segir Sunna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hálfgert ófremdarástand hafi ríkt við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag og margir hafi áhyggjur af öryggi fólks á svæðinu. Einnig eru dæmi um að fólk hafi þurft að bíða í allavega klukkutíma eftir því að komast í sýnatöku. Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Kjarnanum, ætlaði að mæta samviskusamlega í hraðpróf í morgun vegna jólaboðs en varð frá að hverfa eftir streitumikla bið. Hún líkir reynslu sinni við að vera á bíl fyrir utan Wembley-höllina í Lundúnum skömmu fyrir stórtónleika. Þannig hafi óþreyjufullir bílstjórar beðið í langri röð eftir því að finna stæði á meðan börn og aðrir gangandi vegfarendur neyddust til að smeygja sér milli bíla. Vegfarendur hafi þá mætt bílum úr öllum áttum og innan um þá hafi bílstjórar reynt að bakka úr stæðum sínum. Svona var staðan á Suðurlandsbraut 34 um klukkan 11 í dag. Klippa: Gríðarleg ásókn í sýnatöku „Ég var fyrst og fremst að hugsa um hvað þetta væri mikil slysahætta, af því að það er engin stýring á þessu svæði. Fólk veit ekki hvort það geti keyrt þarna í gegn, það er fullt af bílum að snúa við og krakkar að hlaupa þarna yfir. Maður sá alveg fyrir sér slys þarna í uppsiglingu,“ segir Sunna í samtali við Vísi. Þar að auki megi sjá fólk reyna að hlaupa yfir umferðarþunga Suðurlandsbrautina og smeygja sér þar á milli bíla til að komast á áfangastað. „Svo eru tugir barna að streyma úr strætóum þarna rétt fyrir framan og búast kannski ekki við því að það komi bílar að þeim úr fjórum áttum.“ Fleiri viðmælendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum af umferðaröryggi á svæðinu. Svæðið sprungið Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist skilja vel þessar áhyggjur. Svæðið sé í raun sprungið og til greina komi að færa sýnatökuna annað eða fjölga stöðum ef það verða áfram svona stórir dagar trekk í trekk eftir áramót. Ekkert liggi þó fyrir í þeim efnum. Líkt og alltaf sé erfitt að spá fyrir um framtíð faraldursins. Ragnheiður segir að starfsemin á Suðurlandsbraut eigi erfitt með að ráða við viðlíka fjölda og heilsugæslan hafi gert ráð fyrir því að tilkoma einkaaðila ætti eftir að draga verulega úr álaginu. Svo hafi ekki farið. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm „Það eru sérstaklega stórir dagar núna síðustu helgarnar fyrir jól,“ segir Ragnheiður. Nú sé verið að taka í kringum tíu þúsund sýni á dag en staðsetningin sé góð miðað við fimm þúsund sýni. Sömuleiðis hafi verið mikil áskorun að manna sýnatökuna með starfsfólki. Ásókn líklega eftir að aukast Sunna telur vera mikla þörf fyrir umferðarstýringu á svæðinu, einkum á álagstímum eins og í morgun þegar kolniðamyrkur var í borginni og bílljós spegluðust á blautri götunni. Hún segist hafa fundið fyrir mikilli streitu við þessar aðstæður og endað á því að snúa aftur heim, óhraðprófuð enda engir tímar lausir í sýnatöku hjá einkaaðilum. „Við skulum vona að það deyi ekkert barn úr Covid-19 en það er alveg hætta á bílslysi þarna.“ Mikil ásókn er í hraðpróf um þessar mundir og allar líkur á því hún eigi eftir að aukast þegar nær dregur hátíðunum. Sunna telur mikilvægt að bregðast við þar sem allt útlit sé fyrir núverandi ástand sé komið til að vera, hvort sem það vari í nokkra mánuði eða nokkur ár. Mögulega væri hægt að reyna að dreifa álaginu með því að fjölga sýnatökustöðum og hafa þá á fjölförnum stöðum. Hafi letjandi áhrif á þau sem vilji setja öryggið á oddinn Sunna er ekki á leið á tónleika eða stórviðburð en segir að fjölskyldan hafi ákveðið að fara í hraðpróf áður þau mættu í næsta jólaboð. Hún telur vera hættu á því að núverandi ástand geti haft letjandi áhrif á það fólk sem vilji vera samviskusamt og fara í hraðpróf til að verja aðra. Sunna hefur skrifað ótal fréttir og greinar um farsóttina fyrir Kjarnann og segir að hún, líkt og margir aðrir, sé meðvituð um að staðan sé viðkvæm. Til að mynda hafi sóttvarnalæknir sagt í gær að það væri „fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur“ af þróuninni. „Ég tek þetta til mín og þess vegna vil ég gera rétt, ég vil passa mig og ekki leggja aðra í hættu og ég held að það séu fleiri nákvæmlega þannig. Það er stóra atriðið í mínum huga að smita ekki viðkvæmt fólk og svo virkar kerfið ekki þannig að ég geti gert þetta og liðið vel með það,“ segir Sunna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira