184 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 35 í einangrun Alls eru nú 184 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og 35 í einangrun, að því er fram kemur á vef spítalans. Starfsmönnum í sóttkví hefur fjölgað lítillega síðan í gær en fjöldi í einangrun helst sá sami. Innlent 26. september 2020 14:44
Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn í dag. Kórónuveirufaraldurinn verður fyrirferðamikill í umræðum dagsins. Innlent 26. september 2020 13:10
„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Innlent 26. september 2020 12:20
38 greindust með veiruna Af þeim 38 sem greindust voru 20 í sóttkví við greiningu. Innlent 26. september 2020 11:05
Kalla inn grímur sem veita litla sem enga vernd Neytendastofa vekur á athygli á innköllun á andlitsgrímum sem meðal annars hafa verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er talið að grímurnar hafi mikið sóttvarnalegt notagildi. Innlent 26. september 2020 10:42
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. Atvinnulíf 26. september 2020 10:00
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Erlent 25. september 2020 22:35
Pétur Jóhann með Covid Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Innlent 25. september 2020 19:13
Vilja halda samfélaginu eins og hægt er í fullri virkni Þetta segir ráðherra spurð hvort hún telji þörf á hertum aðgerðum vegna fjölda smita en 341 hafa greinst með veiruna síðustu 9 daga. Innlent 25. september 2020 17:31
Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. Innlent 25. september 2020 15:10
Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. Innlent 25. september 2020 15:03
Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Innlent 25. september 2020 14:40
Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum. Innlent 25. september 2020 13:29
220 börn í Vesturbænum í úrvinnslusóttkví eftir smit í frístund Heill bekkur í 3. bekk í Melaskóla er kominn í sjö daga sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna. Innlent 25. september 2020 12:29
Áskorun á atvinnurekendur Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi. Skoðun 25. september 2020 12:15
Ekki megi mikið út af bregða til að fá veldisvöxt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Innlent 25. september 2020 12:01
45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. Innlent 25. september 2020 11:06
Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Erlent 25. september 2020 10:30
Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Innlent 25. september 2020 09:47
Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Erlent 25. september 2020 08:36
Fresta kjötkveðjuhátíðinni í Rio Kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro sem halda átti í febrúar á næsta ári hefur nú verið frestað í ljósi kórónuveirufaraldursins. Erlent 25. september 2020 07:22
Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Innlent 24. september 2020 21:29
Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Innlent 24. september 2020 20:01
Kennarar og nemendur Grunnskóla Hornafjarðar í úrvinnslusóttkví vegna smits Grunnskóla Hornafjarðar hefur verið lokað fram að helgi eftir að kennari við skólann greindist smitaður af Covid-19. Innlent 24. september 2020 19:39
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. Innlent 24. september 2020 19:27
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. Innlent 24. september 2020 17:43
Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Innlent 24. september 2020 17:35
Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. Erlent 24. september 2020 16:51
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. Innlent 24. september 2020 16:49
Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air Á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Viðskipti innlent 24. september 2020 16:39