Lítill hluti þjóða beitir sér í þágu kvenna á tímum farsóttarinnar Heimsljós 29. september 2020 11:01 UNDP Bangladesh/Fahad Kaizer Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent