Erlent

Skráð dauðs­föll nálgast hrað­byri eina milljón

Atli Ísleifsson skrifar
Í Indlandi hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé.
Í Indlandi hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé. AP

Tala látinna af völdum Covid 19 í heiminum nálgast nú hraðbyri eina milljón manna. Samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum stendur tala látinna nú í tæplega 998 þúsund manns en tölu háskólans hafa hingað til verið notaðar sem mælistika á útbreiðslu faraldursins.

AFP fréttastofan heldur því reyndar fram og vitnar í eigin útreikninga, að talan sé nú þegar komin yfir eina milljón látinna.

Samkvæmt Johns Hopkins hafa rúmlega 33 milljónir nú smitast af veirunni og verst er ástandið í Bandaríkjunum þar sem sjö milljónir hafa smitast.

Indland færist þó hratt upp listann en þar hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×