Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Bólu­setningin verður Norð­mönnum að kostnaðar­lausu

Heilbrigðisráðherra Noregs segir að það verði Norðmönnum að kostnaðarlausu að bólusetja sig gegn kórónuveirunni þegar þar að kemur. Reikningurinn falli á norska ríkið, ehn hann vonast til að hægt verði að hefja bólusetningar snemma á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.

Innlent
Fréttamynd

83 greindust innan­lands

83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 49 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 34 ekki.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi

Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst

Erlent
Fréttamynd

Greindist tvisvar með Covid-19

Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir á Þingvöllum

Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 

Innlent
Fréttamynd

Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám

Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám  sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis.

Innlent