Herða aðgerðir í London og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 09:24 Verið er að herða aðgerðir töluvert í London og víðar í Englandi. EPA/ANDY RAIN Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Gripið verður til umfangsmikilla ferðatakmarkana og hertra sóttvarna í London á laugardagsmorgun. Fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra, hvort sem það sé á heimilum eða krám. Þá verður íbúum ráðlagt að forðast almenningssamgöngur og dragar úr öllum ferðum sínum eins og mögulegt er. Þá mun samkomubann utandyra miða við sex manns. Krám verður gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í ýmsum hverfum London og sömuleiðis innlögnum á sjúkrahús. Fyrr í vikunni varaði Sadiq Khan, borgarstjóri, íbúa við því að hertari aðgerðir væru í vændum vegna útbreiðslunnar. "We're at a critical moment in our fight against COVID in London."@SadiqKhan says #coronavirus is "spreading rapidly in every corner of our city", and he expects it to be announced today that the city will "shortly" be moving into Tier 2.#COVID19: https://t.co/ptZhnhyvo1 pic.twitter.com/71rKMihNVO— SkyNews (@SkyNews) October 15, 2020 Helen Whately, heilbrigðisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum frá London um ákvörðunina í morgun, samkvæmt frétt Sky News. Aðgerðirnar í London eru annars stigs aðgerðir en smittíðni þar er enn lægri en víða í norðurhluta Englands, eins og í Liverpool, þar sem búið er að grípa til þriðja stigs smitvarna. Í frétt Reuters segir að verið sé að skoða að grípa einnig til hertra aðgerða í Manchester. Þegar eru annarsstigs aðgerðir virkar þar. Búist er við því að ríkisstjórn Boris Johnson muni tilkynna aðgerðir sínar seinna í dag. Þær muni ná til milljóna íbúa í Englandi. Guardian segir að vísindamenn hafi varað við því að innlögnum og dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum og hætta sé á því að heilbrgiðskerfi landsins muni ekki ráða við álagið. Þess vegna þurfi að herða aðgerðir.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira