Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. Sport 1. desember 2020 12:05
Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra. Tónlist 1. desember 2020 12:00
Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Innlent 1. desember 2020 11:38
FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Viðskipti innlent 1. desember 2020 11:16
Viðbrögð ráðherra vegna óbreyttra aðgerða og dóms í Landsréttarmálinu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun í dag tilkynna hvaða reglur taka gildi hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Gildistími núverandi reglugerðar rennur út á miðnætti. Innlent 1. desember 2020 11:06
Óska eftir leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Biontech í Evrópu Þýska lyfjafyrirtækið Biontech og bandaríski lyfjarisinn Pfizer hafa óskað eftir leyfi fyrir notkun á bóluefni þeirra gegn Covid-19 í Evrópu. Þau segja að fáist leyfið verði hægt að taka efnið í notkun fyrir lok þessa mánaðar. Erlent 1. desember 2020 10:58
Átján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Átján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö af þeim sem greindust voru utan sóttkvíar, en ellefu voru í sóttkví við greiningu. Innlent 1. desember 2020 10:51
Lést á Landspítala vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Innlent 1. desember 2020 10:17
Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Innlent 1. desember 2020 08:23
Lewis Hamilton með COVID-19 og missir af næsta kappakstri Nýkrýndur heimsmeistari í formúlu eitt verður fjarri góðu gamni í Barein kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 1. desember 2020 08:08
Leikmannahópur Newcastle eins og hann leggur sig kominn í sóttkví Allir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United eru nú komnir í sóttkví eftir alltof margar jákvæðar niðurstöður úr síðustu Covid-skimun félagsins. Gæti farið svo að leik liðsins gegn Aston Villa á föstudaginn verði frestað. Enski boltinn 1. desember 2020 07:30
Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. Atvinnulíf 1. desember 2020 07:01
Stærsta „Covid-þrotið“ til þessa skekur Bretland Breska eignarhaldsfélagið Arcadia Group, sem rekur m.a. fataverslanirnar Topshop, Topman og Miss Selfridge, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja þrotið hið stærsta í bresku efnahagslífi af völdum kórónuveirufaraldursins til þessa. Viðskipti innlent 30. nóvember 2020 23:31
Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa. Innlent 30. nóvember 2020 20:30
Stjörnurnar sameinast og gefa út lagið sem landinn þarf á að halda Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara koma saman í laginu Jól eins og áður, sem frumsýnt verður á morgun hér á Vísi. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Ómarsson. Tónlist 30. nóvember 2020 19:45
„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Innlent 30. nóvember 2020 18:53
Óskastaðan að lágmarksfjöldi yrði hækkaður í tuttugu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kallar eftir því að lágmarksfjöldi í verslunum verði hækkaður upp í tuttugu og að stærri verslanir fái heimild til að taka á móti allt að hundrað manns í einu. „Það er staða sem við getum auðveldlega lifað með til jóla,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 30. nóvember 2020 18:46
Pálínuboðin varasöm vegna hættu á snertismiti Almannavarnir og embætti landlæknis ráða Íslendingum frá því að halda og mæta í svokölluð „Pálínuboð“ og hlaðborð á aðventunni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á snertismiti kórónuveirunnar í slíkum boðum og tilmælunum ætlað að minnka líkur á því. Hann kveðst vona að fólk hafi haldið að sér höndum í samkomum um nýliðna helgi og það skili sér í smittölum þegar líður á vikuna. Innlent 30. nóvember 2020 17:59
Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. Innlent 30. nóvember 2020 15:38
Landsmenn hvattir til að velja sér jólavini Landsmenn eru hvattir til að velja sér jólavini fyrir aðventuna, þ.e. hverja eigi að hitta yfir hátíðarar. Best er að plana heimboð með góðum fyrirvara. Þá eigi að takmarka fjölda fólks í eldhúsinu. Innlent 30. nóvember 2020 13:12
Sænskir nemendur grunaðir um skipulagða útbreiðslu veirunnar Lögregla í sænska bænum Östersund rannsakar nú hvort að nemendur í framhaldsskóla hafi vísvitandi reynt að breiða út kórónuveiruna í þeirri von að mynda mótefni og þannig geta dimmiterað næsta vor. Erlent 30. nóvember 2020 13:08
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. Viðskipti innlent 30. nóvember 2020 13:01
Sækja um neyðarheimild fyrir bóluefni Moderna Lyfjafyrirtækið Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Niðurstöður úr tilraunum með bóluefnið benda til þess að það veiti um 94% vernd fyrir smiti. Erlent 30. nóvember 2020 12:40
Átta látnir eftir uppþot í fangelsi á Sri Lanka Að minnsta kosti átta eru látnir og 52 slasaðir eftir uppþot fanga í fangelsi á Sri Lanka. Talsmaður yfirvalda segir að til átaka hafi komið milli fanga og fangavarða. Erlent 30. nóvember 2020 12:02
Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. Innlent 30. nóvember 2020 11:46
COVID leiðir til fjölgunar dauðsfalla af völdum malaríu Dauðsföll af völdum malaríu sem rekja má til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara Heimsmarkmiðin 30. nóvember 2020 11:43
Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar. Viðskipti innlent 30. nóvember 2020 11:42
Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Innlent 30. nóvember 2020 10:55
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? Innlent 30. nóvember 2020 10:50
Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 30. nóvember 2020 10:21