Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:33 Ráðstefnan var haldin í miðjum nóvember þrátt fyrir að smitum færi þá fjölgandi í Louisiana. Getty/Chris Graythen 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira