Skráningarblöðin ekki til þess að búa til nýjan kúnnahóp Fyrirtækjum er ekki heimilt að óska eftir öðrum upplýsingum um viðskiptavini sína en lög og reglur gera ráð fyrir, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Þeim sem sækja veitinga- eða matsölustaði er nú gert að fylla út sérstök skráningarblöð með helstu persónuupplýsingum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en það er til þess að flýta fyrir smitrakningu ef smit greinast. Viðskipti innlent 29. mars 2021 12:11
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Innlent 29. mars 2021 11:59
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. Innlent 29. mars 2021 10:59
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Erlent 29. mars 2021 09:08
Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Innlent 29. mars 2021 08:23
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. Erlent 29. mars 2021 07:50
„Er þetta nógu þjóðhollt?“ Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna. Erlent 28. mars 2021 20:24
Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Innlent 28. mars 2021 20:02
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Innlent 28. mars 2021 18:10
„Farþegum er bara blandað saman“ Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. Viðskipti innlent 28. mars 2021 16:24
Enginn starfsmaður reyndist smitaður eftir skimun Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu. Innlent 28. mars 2021 13:57
Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Innlent 28. mars 2021 12:26
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var þar einn utan sóttkvíar. Þá greindist einn í landamæraskimun. Innlent 28. mars 2021 10:42
Kári ræðir stöðu faraldursins og bóluefni á Sprengisandi Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Farið verður yfir stöðu kórónuveirufaraldursins, bóluefni og skort á þeim sem og mismunandi afbrigði veirunnar. Innlent 28. mars 2021 09:31
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. Erlent 28. mars 2021 08:22
Óttast að fleiri deyi úr krabbameini vegna áhrifa faraldursins Óttast er að fleiri Bandaríkjamenn gætu dáið úr krabbameini á næstu árum en síðustu misseri vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á heilbrigðiskerfi landsins. Erlent 27. mars 2021 23:25
Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. Erlent 27. mars 2021 20:00
Telja enn ekki ástæðu til að birta Covid tölur um helgar Áfram munu upplýsingar um Covid smittölur ekki vera aðgengilegar á vefnum covid.is um helgar þrátt fyrir að tíu manna samkomubann sé í gildi. Innlent 27. mars 2021 19:00
„Mögulega vísbending um að búið sé að ná utan um þetta“ Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mögulega vísbendingar um að búið sé að ná tökum á stöðunni þó of snemmt sé að fullyrða um slíkt. Innlent 27. mars 2021 11:58
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru allir í sóttkví við greiningu. Innlent 27. mars 2021 10:44
Biðlistar myndast í sólarlandaferðir Íslendinga virðist marga þyrsta í ferðalög um þessar mundir, að sögn framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Biðlistar hafa myndast í sólarlandaferðir, sem eru þó mun færri nú en í eðlilegu árferði. Viðskipti innlent 26. mars 2021 23:31
Spurðu Kára út í kjaftasögurnar Liðsmenn FM95 Blö fengu Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í ítarlegt viðtal í þætti dagsins. Þar var Kári meðal annars spurður út í kjaftasögur sem gengið hafa um afrek hans á körfuboltavellnum – og ýmislegt annað. Lífið 26. mars 2021 23:00
Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. Innlent 26. mars 2021 22:02
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. Innlent 26. mars 2021 21:05
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. Innlent 26. mars 2021 20:00
Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Innlent 26. mars 2021 20:00
Innkalla andlitsgrímur sem eru sagðar veita falskt öryggi Rekstrarvörur hafa hafið innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum sem stóðust ekki prófanir. Um er að ræða CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2 sem seldar voru í tíu stykkja pakkningum með vörunúmerinu 10KN95. Neytendur 26. mars 2021 17:31
Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni. Innlent 26. mars 2021 17:29
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. Innlent 26. mars 2021 17:07
Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Kæri Þórólfur. Skoðun 26. mars 2021 15:30