Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:43 Fjölmennt hefur verið við eldgosið í Geldingadölum. Almannavarnir hvetja fólk ekki til að fara á svæðið en biðja þá sem það gera um að huga að sóttvörnum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56