Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. mars 2021 19:00 Skarðhéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að eldgosið í Geldingadölum verði fjölfarnasti ferðamannastaður landsins næstu misseri og ár. Vísir/Egill Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. Gert er ráð fyrir að frá morgundeginum og til og með þriðjudeginum eftir páska verði tæplega 70 komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Þær voru aðeins 12 í fyrra en næstum sjöhundruð á sama tíma árið 2019. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að draga muni úr komum ferðamanna til landsins þegar farþegar frá rauðum löndum þurfa að fara í farsóttarhús í fimm daga og greiða fyrir hverja nótt. „Það hlýtur að vera að hingað komi færri ferðamenn en ella. Þetta eru nokkuð strangar reglur og ég hef aldrei haft trú á því að fólk komi hingað til að dvelja í sóttvarnarhúsi,“ segir Skarphéðinn. Býst ekki við ferðamannastraumi fyrr en í haust Hann segir að dregið hafi úr bjartsýni varðandi sumarið. „Ég held að það sé að renna upp fyrir ferðaþjónustunni að sumarið geti orðið nokkuð erfitt. Ástandið í upprunalandi ferðamannsins skiptir máli. Við höfum séð að á mörgum markaðssvæðum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi er verið að herða reglur sem hefur þau áhrif að fólk ferðast síður frá þeim. Þá er búist við nýjum leiðbeiningum varðandi ferðalög í Bretlandi eftir páska og breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að fólki verði ráðlagt að byrja ekki að ferðast til annarra landa fyrr en um mitt sumar,“ segir Skarphéðinn. Hann býst því ekki við ferðamannstraumi til landsins fyrr en í fyrsta lagi í júli, ágúst en telur að haustið gæti orðið gott. Eldgosið í Geldingadölum hafi gríðarlegt aðdráttarafl. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi staður verðir fjölfarnasti staður landsins á næstu misserum og árum,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ráðast þurfi í mikla innviðauppbyggingu á svæðinu. „Það er ljóst að til að hægt verði að taka á móti öllum þessum fjölda þá þarf að fara í miklar ráðstafanir. Nú þegar er búið að setja upp bráðabirgðabílastæði og gönguleiðir en það þarf að gera miklu betur og byggja upp til lengri tíma. Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir að gera í samstarfi við heimamenn og eigendur landsins. Það kæmi til greina að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kæmi að því en hann lagði til fé í bráðabirgðaaðgerðirnar. Það er svigrúm hjá sjóðnum til að gera þetta en skilyrði fyrir því er að ekki sé tekið gjald fyrir komu ferðamanna á svæðið. Fólk má þó að sjálfsögðu taka gjald af þeirri þjónustu sem þarna er boðið uppá,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að þegar sé byrjað að skoða drög að áætlunum fyrir svæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frá morgundeginum og til og með þriðjudeginum eftir páska verði tæplega 70 komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Þær voru aðeins 12 í fyrra en næstum sjöhundruð á sama tíma árið 2019. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að draga muni úr komum ferðamanna til landsins þegar farþegar frá rauðum löndum þurfa að fara í farsóttarhús í fimm daga og greiða fyrir hverja nótt. „Það hlýtur að vera að hingað komi færri ferðamenn en ella. Þetta eru nokkuð strangar reglur og ég hef aldrei haft trú á því að fólk komi hingað til að dvelja í sóttvarnarhúsi,“ segir Skarphéðinn. Býst ekki við ferðamannastraumi fyrr en í haust Hann segir að dregið hafi úr bjartsýni varðandi sumarið. „Ég held að það sé að renna upp fyrir ferðaþjónustunni að sumarið geti orðið nokkuð erfitt. Ástandið í upprunalandi ferðamannsins skiptir máli. Við höfum séð að á mörgum markaðssvæðum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi er verið að herða reglur sem hefur þau áhrif að fólk ferðast síður frá þeim. Þá er búist við nýjum leiðbeiningum varðandi ferðalög í Bretlandi eftir páska og breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að fólki verði ráðlagt að byrja ekki að ferðast til annarra landa fyrr en um mitt sumar,“ segir Skarphéðinn. Hann býst því ekki við ferðamannstraumi til landsins fyrr en í fyrsta lagi í júli, ágúst en telur að haustið gæti orðið gott. Eldgosið í Geldingadölum hafi gríðarlegt aðdráttarafl. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi staður verðir fjölfarnasti staður landsins á næstu misserum og árum,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ráðast þurfi í mikla innviðauppbyggingu á svæðinu. „Það er ljóst að til að hægt verði að taka á móti öllum þessum fjölda þá þarf að fara í miklar ráðstafanir. Nú þegar er búið að setja upp bráðabirgðabílastæði og gönguleiðir en það þarf að gera miklu betur og byggja upp til lengri tíma. Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir að gera í samstarfi við heimamenn og eigendur landsins. Það kæmi til greina að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kæmi að því en hann lagði til fé í bráðabirgðaaðgerðirnar. Það er svigrúm hjá sjóðnum til að gera þetta en skilyrði fyrir því er að ekki sé tekið gjald fyrir komu ferðamanna á svæðið. Fólk má þó að sjálfsögðu taka gjald af þeirri þjónustu sem þarna er boðið uppá,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að þegar sé byrjað að skoða drög að áætlunum fyrir svæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30
Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59