Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Helmingur Breta nú með mót­efni

Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni.

Erlent
Fréttamynd

Hætta notkun bóluefnis AstraZeneca fyrir yngra fólk

Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að gefa fólki yngra en sextugu ekki bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna einstakra tilfella blóðtappa sem tilkynnt hefur verið um í fólki sem hefur fengið efnið. Lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands hafa báðar mælt með áframhaldandi notkun bóluefnisins.

Erlent
Fréttamynd

Hættu snarlega við öll páskaplön

Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Dá­lítið eins og stjórn­völd „séu í öðrum heimi“

Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“

Innlent
Fréttamynd

Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust

Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt hægt, en hið ó­mögu­lega tekur að­eins lengri tíma“

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur innan­lands­smit rakin til ferða­manns sem virti ekki sótt­kví

Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á að opna skólana eftir páska

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Von á bólu­efni Jans­sen til Evrópu þann 19. apríl

Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn.

Erlent
Fréttamynd

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Erlent