3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 15:09 Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Og vonandi aftur 22. maí. Baldur Kristjánsson Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar. Líkt og kunnugt er stendur til að halda keppnina í ár og nú liggur fyrir að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir í persónu. Það þýðir að aðeins verður hægt að nýta helming tónleikahallarinnar og þá verður gerð krafa um að áhorfendur sýni fram á neikvætt covid-19 próf áður en þeim verður hleypt inn að því er fram kemur í frétt BBC. Eins og frægt er orðið eru það Daði Freyr og Gagnamagnið sem munu flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí. Skipuleggjendur keppninnar fagna ákvörðuninni og segja að nú verði skoðað hvernig hægt verði að útfæra viðburðinn með tilliti til þessa. Nánar verði greint frá því á næstu vikum hvernig hægt verði að leyfa áhorfendum með öruggum hætti að sækja Ahoy-tónleikahöllina til að fylgjast með viðburðinum, ef aðstæður leyfi. Öryggi og heilsa þeirra sem sæki keppnina verði áfram í „algjörum forgrunni“ og að allir keppendur og sendinefndir landanna sem taka þátt þurfi að fylgja ströngum reglum. Strangar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Hollandi en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í síðustu viku að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur, eða þar til undir lok aprílmánaðar. Holland Eurovision Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Líkt og kunnugt er stendur til að halda keppnina í ár og nú liggur fyrir að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir í persónu. Það þýðir að aðeins verður hægt að nýta helming tónleikahallarinnar og þá verður gerð krafa um að áhorfendur sýni fram á neikvætt covid-19 próf áður en þeim verður hleypt inn að því er fram kemur í frétt BBC. Eins og frægt er orðið eru það Daði Freyr og Gagnamagnið sem munu flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí. Skipuleggjendur keppninnar fagna ákvörðuninni og segja að nú verði skoðað hvernig hægt verði að útfæra viðburðinn með tilliti til þessa. Nánar verði greint frá því á næstu vikum hvernig hægt verði að leyfa áhorfendum með öruggum hætti að sækja Ahoy-tónleikahöllina til að fylgjast með viðburðinum, ef aðstæður leyfi. Öryggi og heilsa þeirra sem sæki keppnina verði áfram í „algjörum forgrunni“ og að allir keppendur og sendinefndir landanna sem taka þátt þurfi að fylgja ströngum reglum. Strangar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Hollandi en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í síðustu viku að takmarkanir yrðu framlengdar um þrjár vikur, eða þar til undir lok aprílmánaðar.
Holland Eurovision Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira