Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 13:27 Fosshótel við Þórunnartún er nú sóttkvíarhótel. Öllum farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum er skylt að fara í sóttkví á hótelinu við komu sína til landsins. Vísir/Vilhelm Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. „Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36