Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. Innlent 8. apríl 2021 21:48
Rauði krossinn ekki upplýstur um nýja reglugerð Rauði krossinn, sem hefur haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, var ekki upplýstur um nýja reglugerð er varðar komu fólks frá útlöndum og tekur gildi á miðnætti. Að mati Rauða krossins setur ný reglugerð sóttvarnir í uppnám. Innlent 8. apríl 2021 21:22
Útlit fyrir hjarðónæmi í Bretlandi á mánudag Allt bendir til þess að hjarðónæmi við kórónuveirunni náist í Bretlandi á mánudag. Spár gera nú ráð fyrir því að 73,4 prósent Breta verði komnir með mótefni við veirunni, annað hvort vegna fyrra smits eða bólusetningar. Erlent 8. apríl 2021 21:07
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Innlent 8. apríl 2021 19:20
Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. Innlent 8. apríl 2021 17:31
Svandís útilokar ekki breytingu á lögum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum sem tekur gildi á miðnætti. Nú er ekki skylda að fara á sóttkvíarhótel ef maður getur uppfyllt nauðsynleg skilyrði heimasóttkvíar, svo sem um að enginn annar sé til dvalar í sama húsnæði. Innlent 8. apríl 2021 16:54
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. Innlent 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Innlent 8. apríl 2021 16:07
Ekkert við ferð Brynjars að gera Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ Innlent 8. apríl 2021 15:47
Að gjamma burt veiruna Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Skoðun 8. apríl 2021 15:00
Sleggjan á sóttkvíarhótelinu Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Skoðun 8. apríl 2021 14:32
Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. Lífið 8. apríl 2021 14:32
Á von á breyttum tilmælum um notkun á AstraZeneca Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á höfuðborgarsvæðinu, segist eiga von á breyttum tilmælum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, er varðar bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Innlent 8. apríl 2021 13:39
90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Skoðun 8. apríl 2021 13:30
Sökuð um brot á sóttkví eftir að hafa tekið lit í íslenskri sól „Þetta kom svo flatt upp á mig að ég náði bara ekki að svara fyrir mig, ég var hreinlega í sjokki. Konan hans stóð bara kinkandi kolli við hliðina á honum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir í færslu sem hún deildi í gær á Facebook síðunni Góða systir. Lífið 8. apríl 2021 12:31
Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Innlent 8. apríl 2021 11:59
Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. Innlent 8. apríl 2021 11:50
Sterk tengsl milli sóttkvíarbrota ferðalanga og smita innanlands Fimmtíu og einn greindist og hátt á þriðja þúsund manns fóru í sóttkví í tengslum við þrjár hópsýkingar sem urðu hér á landi nýlega. Allar komu þær til vegna einstaklinga sem komu til landsins og héldu ekki sóttkví. Innlent 8. apríl 2021 11:30
Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Innlent 8. apríl 2021 11:19
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. Innlent 8. apríl 2021 11:18
Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. Innlent 8. apríl 2021 11:03
Fjórir greindust innanlands og allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Innlent 8. apríl 2021 10:58
Svona var 174. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11, fimmtudaginn 8. apríl. Um er að ræða reglulegan upplýsingafund. Innlent 8. apríl 2021 10:15
Horfum til heildarhagsmuna Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Skoðun 8. apríl 2021 08:00
Dregið úr viðbúnaði á Landspítalanum en reglur óbreyttar Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að færa viðbúnaðarstig á spítalanum vegna kórónuveirufaraldursins af hættustigi niður á óvissustig. Innlent 7. apríl 2021 23:03
Skipverjar á súrálsskipinu „veirufríir“ Átján skipverjar sem hafa verið um borð í súrálsskip á Reyðarfirði síðustu vikur greinast nú ekki lengur smitaðir af kórónuveirunni. Lögreglan á Austurlandi segir að skipverji sem var fluttur á Landspítalann verði líklega útskrifaður þaðan í kvöld eða í fyrramálið. Innlent 7. apríl 2021 22:53
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði með tillögum að næstu skrefum eftir að Landsréttur sneri ekki við úrskurði héraðsdóms um að skyldudvöl í sóttkvíarhóteli væri ólögmæt í dag. Innlent 7. apríl 2021 22:38
KSÍ fékk nei Undanþágubeiðni KSÍ um að lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengi undanþágu til að æfa hefur verið hafnað. Fótbolti 7. apríl 2021 20:29
Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. Innlent 7. apríl 2021 20:00
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. Innlent 7. apríl 2021 19:21