Bóluefni Pfizer kunni að virka verr gegn suðurafríska afbrigðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 09:57 Hundrað ára maður bólusettur með bóluefni Pfizer á hjúkrunarheimili í Tel Aviv. Nir Keidar/Anadolu Agency via Getty Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar. Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira