Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:02 Skammtur af bóluefni á vegum COVAX-verkefnisins kemur til Fílabeinsstrandarinnar. Nær ekkert bóluefni berst nú til þeirra ríkja sem eiga að njóta góðs af verkefninu. COVAX hefur komið 38 milljónum skammta af bóluefni til hundrað ríkja til þessa. AP/Diomande Ble Blonde Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Undanfarna viku hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri en 25.000 skammtar hafi verið sendir á einum degi til ríkja sem njóta góðs af svonefndu COVAX-verkefni sem hefur það markmið að koma bóluefni til ríkja sem hafa ekki burði til að semja um kaup á því sjálf. AP-fréttastofan segir að afhending bóluefnis til ríkjanna hafi nær algerlega stöðvast frá öðrum degi páska. Innan við tvær milljónir skammta hafa verið sendir til 92 þróunarríkja undanfarnar tvær vikur samkvæmt tölum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það eru jafnmargir skammtar og voru gefnir á Bretlandi á sama tíma. Helsta orsökin fyrir skortinum er ákvörðun indverskra stjórnvalda um að hætta flytja bóluefni úr landi sem er framleitt þar. Langstærsti hluti bóluefnis AstraZeneca sem átti að renna til COVAX-verkefnisins er framleiddur þar. Óvissa ríkir nú um hvenær þeir sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis í þróunarríkjum geta fengið þann seinni. Birgðir af bóluefni í fyrstu ríkjunum sem fengu það í gegnum COVAX eru nú svo gott sem á þrotum. Einn af hverjum 500 bólusettur í þróunarríkjum Gríðarlegur ójöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni er á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að ójafnvægið væri sláandi. Í ríku löndunum væri búið að bólusetja einn af hverjum fjórum íbúum en í þróunarríkjum hefur aðeins einn af hverjum fimm hundruð fengið bóluefni. WHO hvatti þróuð ríki til þess að deila tíu milljónum skammta með þróunarríkjum til að hægt væri að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni í öllum ríkjum heims á fyrstu hundrað dögum ársins. Ekkert ríki hefur fallist á að deila bóluefni sínu strax. Á sama tíma fjölgar smituðum og látnum í faraldrinum í ríkjum í neyð. Alþjóða Rauði krossinn segir að smitum og dauðsföllum hafi fjölgað um 322% í Kenía, 379% í Jemen og 529% í norðaustanverðu Sýrlandi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Skora á Johnson að deila bóluefnum með fátækari þjóðum Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir. 28. mars 2021 08:22