Martin spilaði í fyrsta sinn í tæpt ár í sigri Valencia Martin Hermannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Valencia síðan í maí á síðasta ári þegar liðið vann sigur á Girona í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Körfubolti 12. mars 2023 13:34
Curry skoraði tuttugu stig á sjö mínútum í sigri Golden State Stephen Curry var frábær hjá Golden State þegar liðið lagði Milwauke Bucks í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Þá leiddi Kawhi Leonard LA Clippers til þriðja sigursins í röð. Körfubolti 12. mars 2023 12:00
„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Körfubolti 12. mars 2023 11:00
Sjáðu rosalegar lokasekúndur úr leik Grindavíkur og Hattar Grindavík vann eins stigs sigur á Hetti í Subway-deild karla í körfuknattleik í gær en sigurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Körfubolti 12. mars 2023 08:00
Tilþrif 19. umferðar: Varin skot sem glöddu augað Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir tilþrif vikunnar í 19. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik. Körfubolti 11. mars 2023 23:01
Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 11. mars 2023 22:30
Grátlegt tap hjá Tryggva og félögum Tryggvi Snær Hlinason og leikmenn Zaragoza máttu þola grátlegt tap gegn Monbus Obra í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 11. mars 2023 21:57
Jón Axel stigalaus í tapi Pesaro Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro töpuðu mikilvægum leik í ítölsku deildinni í körfuknattleik nú í kvöld. Körfubolti 11. mars 2023 21:36
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87-86 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Dramatíkin var allsráðandi í Grindavík í kvöld þegar heimamenn unnu ótrúlegan 87-86 sigur á Hetti í Subway-deildinni. Þristur frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru eftir tryggði heimamönnum stigin tvö. Körfubolti 11. mars 2023 21:13
Hilmar með 9 stig í sigri Hilmar Pétursson og félagar hans í Munster unnu fimm stiga heimasigur á Nurnberg Falcons í kvöld. Körfubolti 11. mars 2023 20:57
Lakers á siglingu og Embiid frábær í naumum sigri Mikil spenna ríkir í NBA deildinni nú þegar úrslitakeppnin er skammt undan og leikir næturinnar voru flestir æsispennandi allt til loka. Körfubolti 11. mars 2023 11:01
„Finnur vill að ég skjóti“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. Körfubolti 10. mars 2023 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. Körfubolti 10. mars 2023 22:40
Óttast að Durant verði fjarri góðu gamni fram að úrslitakeppni Kevin Durant, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, meiddist í upphitun fyrir það sem hefði verið hans fyrsti heimaleikur fyrir félagið. Óttast er að hann verði frá þangað til úrslitakeppnin fari af stað. Körfubolti 10. mars 2023 20:30
Shawn Kemp sleppt úr fangelsi Shawn Kemp, sem var ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar á sínum tíma, hefur verið sleppt úr fangelsi og allar ákærur á hendur honum felldar niður. Körfubolti 10. mars 2023 16:01
Gamli skólinn rak Ewing Gamla New York Knicks hetjan Patrick Ewing hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Georgetown háskólans. Körfubolti 10. mars 2023 13:31
Garnett: Fólk áttar sig ekki á því en Kobe var að skjóta á Jordan Gamla NBA súperstjarnan Kevin Garnett hefur sína skoðun á því af hverju Kobe Bryant ákvað að spila í treyju númer 24 í NBA-deildinni. Körfubolti 10. mars 2023 12:31
Allt um leikjamet Sigrúnar: „Geggjað að vera með henni í liði“ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti leikjametið í efstu deild kvenna í körfubolta í leik með Haukum í síðustu umferð Subway deild kvenna og afrek hennar var tekið fyrir í Körfuboltakvöldi kvenna. Körfubolti 10. mars 2023 11:01
Utan vallar: Hvernig getur félag unnið sex titla í röð og fallið svo fjórum árum síðar? KR féll í gær úr efstu deild í körfubolta og það í miðjum sínum leik. KR hefði fallið með tapi á móti Keflavík í síðustu umferð en vann þann leik. Sigur Stjörnunnar á Blikum í gær þýðir aftur á móti að Íslandsmeistararnir á sex af síðustu níu tímabilum spila ekki lengur í hópi þeirra bestu á næstu leiktíð. Körfubolti 10. mars 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 117-113 | Níu í röð hjá Njarðvík eftir tvíframlengdan spennutrylli Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram í Subway-deildinni í körfuknattleik en liðið vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum leik í kvöld. Körfubolti 9. mars 2023 22:45
Pavel: Þetta gerðist full auðveldlega fyrir minn smekk Pavel Ermolinskij var gríðarlega ánægður með sigur lærisveina sinna í Tindastól gegn Haukum í kvöld. Stólarnir voru þar með að vinna sinn fjórða leik í röð. Körfubolti 9. mars 2023 22:36
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. Körfubolti 9. mars 2023 22:06
Martin í fyrsta skipti í leikmannahópi Valencia sem tapaði fyrir Real Madrid Martin Hermannsson var í kvöld í fyrsta skipti í leikmannahópi Valencia síðan hann sleit krossband í maí á síðasta ári. Valencia beið lægri hlut gegn Real Madrid í leiknum. Körfubolti 9. mars 2023 21:52
Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. Körfubolti 9. mars 2023 21:16
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 112-97 | Stjarnan vann og felldi KR-inga úr Subway-deildinni KR er fallið úr Subway-deildinni í körfuknattleik eftir 112-97 sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í kvöld. KR á þar með engan möguleika á að ná Stjörnumönnum og verða að bíta í það súra epli að spila í næstefstu deild á næsta ári. Körfubolti 9. mars 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 84-82 | Fjórði sigur Stólanna í röð sem nálgast sætin sem gefa heimavallarétt Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki. Körfubolti 9. mars 2023 20:54
Draymond fór í fýlu inn á vellinum í miðjum NBA-leik Draymond Green á að vera einn reyndasti leikmaður Golden State Warriors en gerðist sekur um að hafa sér eins og smákrakki í tapleik liðsins á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. mars 2023 17:00
Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka. Körfubolti 9. mars 2023 16:31
Martin snýr aftur í stórleik í kvöld Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Valencia eftir krossbandsslit. Körfubolti 9. mars 2023 14:30
NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9. mars 2023 11:00