Mikil ánægja með nýju styttuna af Kobe og Gigi Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Vanessa Bryant ásamt dætrum sínum Nataliu, Biönku og Capri en þær eru fyrir framan nýju styttuna af Kobe og Gigi. @lakers Ný stytta af bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant og dóttur hans Gianna „Gigi“ Bryant var afhjúpuð við einkaathöfn í Los Angeles í gær. Hún verður síðan fyrst aðgengileg almenningi í dag. Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers) NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers)
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira