Ítalskur bakvörður í Keflavík Keflavík hefur fegnið til sín ítalskan bakvörð. Elisu Pinzan sem er 24 ára hefur samið við Keflavík og mun spila með liðinu á komandi leiktíð. Sport 2. ágúst 2023 22:00
Steph Curry rappar um að pabbi hans kenndi honum að nota úlnliðinn Körfuboltamaðurinn, Steph Curry, sýnir á sér nýjar hliðar og rappar í tónlistarmyndbandi við rapp lagið Lil fish, big pond, sem er eftir rapparan Tobe Nwigwe. Sport 2. ágúst 2023 18:30
Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum. Körfubolti 2. ágúst 2023 16:01
Njarðvík bætir við sig danskri landsliðskonu sem þekkir Ísland vel Danska körfuboltakonan Emilie Sofie Hesseldal hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands en hún hefur náð samkomulagi um að spila með Njarðvík á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Körfubolti 2. ágúst 2023 14:45
Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni. Körfubolti 1. ágúst 2023 22:31
Var nálægt því að ganga í raðir Tindastóls Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára. Körfubolti 1. ágúst 2023 19:15
Íslandsmeistarar Vals semja við tvo erlenda leikmenn Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á komandi tímabili. Körfubolti 1. ágúst 2023 18:32
Dómari ársins búinn að dæma erlendis í allt sumar og stefnir langt Davíð Tómas Tómasson, körfuboltadómari, hefur verið á miklu flakki í dómgæslunni í sumar og er með háleit markmið. Sport 31. júlí 2023 19:46
Fyrir 699 dollara geturðu látið Jimmy Butler rústa þér 1-1 í körfubolta Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, stendur fyrir körfuboltabúðum fyrir 7-18 ára börn dagana 26. og 27. ágúst í Fort Lauderdale. Nokkrir heppnir þátttakendur geta borgað aukalega fyrir að spila 1-1 á móti Butler. Körfubolti 30. júlí 2023 23:30
Ísland náði ekki að stela sigrinum gegn Ungverjalandi Ísland lék sinn annan vináttuleik á tveimur dögum þegar liðið atti kappi við Ungverjaland í Kecskemét í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 73-69 heimamönnum í vil. Körfubolti 30. júlí 2023 21:01
Bronny James allur að braggast | Spilaði á píanó á Instagram Bronny James virðist vera að ná sér hratt og örugglega eftir að hafa lent í hjartastoppi á æfingu fyrir aðeins fimm dögum. Fyrr í kvöld birti faðir hans, LeBron James, myndband á Instagram þar sem Bronny spilar á píanó af miklum myndarbrag. Körfubolti 29. júlí 2023 23:15
Ísland með tveggja stiga sigur á Ísrael í spennuleik Íslenska landsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Ísrael í æfingaleik í dag, lokatölur 79-81. Leikurinn varð æsispennandi í lokin þar sem liðin skiptust á að skora en Íslendingar reyndust seigari í blálokin. Körfubolti 29. júlí 2023 18:44
Keflavík fær til sín hinn bandaríska Remy Martin Bandaríski körfuboltamaðurinn, Remy Martin er genginn til liðs við Keflavík. Hann er 25 ára gamall og kemur eflaust til með að styrkja lið Keflavíkur fyrir komandi tímabil. Körfubolti 29. júlí 2023 12:38
NBA deildin varar öll liðin við vegna Lillard NBA deildin hefur brugðið á það ráð að senda öllum 30 liðunum sem leika í deildinni minnisblað og varað þau og aðra leikmenn við því að haga sér eins og Damien Lillard hefur víst gert eftir að tímabilinu lauk. Hann hefur látið það í veðri vaka að hann vilji bara fara til Miami Heat frá Portland Trailblazers. Körfubolti 29. júlí 2023 09:01
Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Körfubolti 28. júlí 2023 22:30
Hilmar Smári Henningsson til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur fært sig yfir á meginland Evrópu til að spila körfuknattleik. Hann er búinn að semja við Eisbären Bremerhaven í þýsku Pro A deildinni um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hilmar var einn af betri leikmönnum Subway deildar karla á síðasta tímabili þar sem hann stýrði Haukum í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 28. júlí 2023 17:41
NBA stjörnurnar vilja komast til Sádí Arabíu Eftir að fréttir bárust af stjarnfræðilega háu launatilboði Al-Hilal til Kylian Mbappe virðist hafa kveiknað áhugi ýmissa stjörnuleikmanna í NBA að stökkva á olíupeningavagninn og spila í Sádí Arabíu. Körfubolti 27. júlí 2023 23:31
LeBron James þakkar fyrir stuðninginn og góðar kveðjur LeBron tjáði sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum í dag eftir að sonur hans, Bronny James, lenti í hjartastoppi á æfingu fyrir þremur dögum. Hann segir stuðninginn sem fjölskyldan finnur úr öllum áttum vera ómetanlegur. Körfubolti 27. júlí 2023 19:43
Richotti hættur og Tenerife hengir upp treyjuna hans Hinn 36 ára gamli Nicolas Richotti hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Richotti lék síðustu tvö tímabilin sem leikstjórnandi Njarðvíkur. Sport 26. júlí 2023 17:31
Kennarinn sá hann í fangelsi eftir fimm ár en fékk í gær stærsta samning sögunnar Bandaríski körfuboltamaðurinn Jaylen Brown skálaði væntanlega í kampavíni í gær eftir að hafa fengið stærsta peningasamninginn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 26. júlí 2023 12:31
„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. Körfubolti 26. júlí 2023 08:00
Jaylen Brown skrifar undir stærsta samning í sögu NBA deildarinnar Boston Celtics og Jaylen Brown hafa komist að samkomulagi um fimm ára framlengingu á samningi Brown frá og með næsta tímabili. Virði samningsins er 304 milljónir dollara, sem er langstærsti samningur í sögu NBA. Körfubolti 25. júlí 2023 17:30
Sonur LeBrons lenti í hjartastoppi á æfingu Bronny James, sonur körfuboltastjörnunnar LeBrons James, lenti í hjartastoppi á æfingu með skólaliði sínu. Körfubolti 25. júlí 2023 14:43
Gríska undrið segir Sádunum að kaupa sig því hann líti út eins og Mbappé Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hvatti sádi-arabíska félagið Al-Hilal til að kaupa sig þar sem hann líti út eins og fótboltamaðurinn Kylian Mbappé. Fótbolti 25. júlí 2023 07:15
Michael Jordan selur Hornets eftir þrettán ár sem meirihluta eigandi Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur selt hlut sinn í Charlotte Hornets. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í félaginu síðustu þrettán ár. Sport 24. júlí 2023 07:01
Haukar komnir með Bandaríkjamann Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum. Sport 23. júlí 2023 23:32
Sjáðu myndbandið: FIBA kynnir ótrúlegan LED-völl Alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, frumsýndi nýja tegund af körfuboltavelli á heimsmeistaramóti kvenna U19-ára. Völlurinn er töluvert frábrugðin hefðbundnum velli en það eru ljós á parketinu sem breytast í takt við leikinn. Sport 23. júlí 2023 23:01
Harden vill burt og eyðir öllu tengdu 76ers á samfélagsmiðlunum James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, er í fýlu og vill fara frá félaginu. Harden hefur eytt öllu tengt 76ers á samfélagsmiðlunum sínum. Sport 23. júlí 2023 19:16
Ekkert lið byrjað eins vel í WNBA deildinni í þrettán ár Las Vegas Aces hefur byrjað tímabilið afar vel í WNBA-deildinni. Liðið hefur unnið 21 leik og aðeins tapað tveimur. Þetta er í þriðja skipti í sögunni sem lið á svona góða byrjun. Sport 22. júlí 2023 22:52
Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Körfubolti 21. júlí 2023 13:31