„Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. desember 2024 22:01 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með að vera mættur aftur í Smárann eftir fjóra útileiki í röð. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar komu sér aftur á beinu brautina í Bónus-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistara Vals 97-90. Liðin mættust einnig í bikarnum á sunnudag og Grindvíkingar höfðu harma að hefna í kvöld. Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira