„Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:59 Kjartan Atli Kjartansson segir Álftnesinga þurfa að vinna í ýmsum hlutum til að snúa genginu við. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að stóru augnablikin hafi skilið á milli þegar hans menn máttu þola ellefu stiga tap gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira
„Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira