„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 22:34 Jakob Örn Sigurðarson stýrði sínum mönnum til sigurs á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira