Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Álfta­nes leikur til styrktar Ljósinu: „Viljum nýta þá at­hygli sem okkur er veitt til góðs“

Ljósið og körfu­knatt­leiks­deild Álfta­ness hafa fram­lengt sam­starf sitt sem hófst á síðasta keppnis­tímabili. Mark­mið sam­starfsins er að auka vitund á starf­semi sam­takanna og fjölga svo­kölluðum Ljósa­vinum. Í því til­efni er boðað til góð­gerða­leiks næst­komandi fimmtu­dag, þegar liðið tekur á móti Njarð­víkingum í For­seta­höllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Pétur: Þetta var bara eins og úr­slita­keppnin í októ­ber

Keflavík heimsótti nágranna sína í Njarðvík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninar lauk í kvöld. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast er hart barist og á því var enginn breyting í kvöld. Það þurfti framlengingu til að skera úr um það hvort liðið færi í 16-liða úrslitin og var það Keflavík sem hafði betur 108-109. Sigrarnir gerast vart sætari en þetta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann getur verið skrímsli varnar­lega“

Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni.

Körfubolti
Fréttamynd

Er stjarna fædd í Grindavík?

Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon.

Körfubolti
Fréttamynd

Andre Iguodala kveður körfuboltann

Andre Iguodala, fjórfaldur NBA meistari með Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar 2015, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nærri tuttugu ára feril. Iguodala sagði ákvörðunina hans eigin og að samningstilboð hafi borist honum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrifust helst af troðslum og baksendingum

Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds töldu saman bestu tilþrif þriðju umferðar deildarinnar. Það var nóg um glæsilegar troðslur en flinkar sendingar fyrir aftan bak og góður varnarleikur greip augað einnig. 

Körfubolti