Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 10:22 Dimitris Agravanis er landsliðsmaður Grikklands. Hér er hann í leik gegn Tékkum í 16-liða úrslitum á EM 2022. Getty/Pedja Milosavljevic Tindastóll hefur tryggt sér krafta gríska landsliðsmannsins Dimitris Agravanis. Óhætt er að segja að um gríðarlegan liðsstyrk sé að ræða og afar áhugaverða viðbót við leikmannaflóruna í Bónus-deildinni í körfubolta. Dimitris er eldri bróðir Giannis Agravanis sem leikið hefur vel með Tindastóli í vetur, en liðið er í 2. sæti Bónus-deildarinnar. Dimitris er þrítugur og hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, einu albesta landsliði Evrópu, um árabil. Hann spilaði til að mynda í leiknum gegn Íslandi á EM 2017 sem Grikkir unnu af miklu öryggi. Á EM 2022 var Dimitris með 6,3 stig að meðaltali í leik fyrir Grikki, tók 3,7 fráköst og gaf 1,1 stoðsendingu. Árið 2015 var Dimitris valinn af Atlanta Hawks í NBA-nýliðavalinu en hann hefur þó spilað allan sinn feril í Evrópu,, með stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu. Hann hefur tvívegis orðið grískur meistari og og hann var valinn í úrvalslið grísku deildarinnar árið 2022. Félögin í Bónus-deildinni hafa verið dugleg við að bæta við sig mönnum með afar áhugaverða ferilskrá að undanförnu, og það stefnir því í afar spennandi lokasprett og úrslitakeppni. Félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti en Dimitris er kominn með félagaskipti og ætti því að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir Tindastól í stórleiknum við topplið Stjörnunnar í Garðabæ á sunnudagskvöld. Yngri bróðirinn Giannis átti stórleik fyrir Tindastól í gærkvöld, gegn Hetti á Egilsstöðum, og skoraði þar 27 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann var með langflesta framlagspunkta eða 31. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Dimitris er eldri bróðir Giannis Agravanis sem leikið hefur vel með Tindastóli í vetur, en liðið er í 2. sæti Bónus-deildarinnar. Dimitris er þrítugur og hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, einu albesta landsliði Evrópu, um árabil. Hann spilaði til að mynda í leiknum gegn Íslandi á EM 2017 sem Grikkir unnu af miklu öryggi. Á EM 2022 var Dimitris með 6,3 stig að meðaltali í leik fyrir Grikki, tók 3,7 fráköst og gaf 1,1 stoðsendingu. Árið 2015 var Dimitris valinn af Atlanta Hawks í NBA-nýliðavalinu en hann hefur þó spilað allan sinn feril í Evrópu,, með stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu. Hann hefur tvívegis orðið grískur meistari og og hann var valinn í úrvalslið grísku deildarinnar árið 2022. Félögin í Bónus-deildinni hafa verið dugleg við að bæta við sig mönnum með afar áhugaverða ferilskrá að undanförnu, og það stefnir því í afar spennandi lokasprett og úrslitakeppni. Félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti en Dimitris er kominn með félagaskipti og ætti því að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir Tindastól í stórleiknum við topplið Stjörnunnar í Garðabæ á sunnudagskvöld. Yngri bróðirinn Giannis átti stórleik fyrir Tindastól í gærkvöld, gegn Hetti á Egilsstöðum, og skoraði þar 27 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann var með langflesta framlagspunkta eða 31.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira