Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2025 22:40 Amandine Toi skoraði 31 stig, auk þess að gefa þrjár stoðsendingar og grípa fjögur fráköst. Hún á von á nýjum liðsfélaga fyrir næsta leik. vísir / pawel Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum. Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum.
Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum