„Sem betur fer spilum við innanhúss” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 30. janúar 2025 21:59 Justin James fór mikinn. vísir/diego Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. „Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
„Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira