Davis og LeBron drógu Lakers í land | Myndbönd LA Lakers er á miklu skriði í NBA-körfuboltanum en í nótt unnu þeir sinn fimmta sigur í röð er liðið vann sigur á Boston, 114-112. Körfubolti 24. febrúar 2020 08:00
Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. Körfubolti 23. febrúar 2020 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. Körfubolti 23. febrúar 2020 22:45
Harden og Westbrook óstöðvandi gegn Utah | Engin vandamál hjá Milwaukee Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 23. febrúar 2020 10:55
Martin í hóp með stórstjörnum | „Vonandi er maður að vekja athygli“ „Vonandi er maður að vekja athygli hjá einhverju fólki,“ segir Martin Hermannsson sem hefur átt fullkomna viku í körfuboltanum og unnið merkileg afrek. Körfubolti 22. febrúar 2020 23:30
Berglind studdi Snæfell til sigurs mánuði eftir slysið Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir var mætt til að styðja við liðsfélaga sína í Snæfelli í Kópavogi í dag, rúmum mánuði eftir að hún slasaðist alvarlega í rútuslysi. Körfubolti 22. febrúar 2020 20:30
Valur með átta stiga forskot á toppnum | Snæfell vann í Kópavogi Íslandsmeistarar Vals unnu risasigur á botnliði Grindavíkur, 118-55, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann 99-71 gegn Breiðabliki í Kópavogi. Körfubolti 22. febrúar 2020 18:03
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 77-71 | Langþráður sigur Keflvíkinga Eftir þrjá tapleiki í röð vann Keflavík góðan sigur á KR, 77-71, í Blue-höllinni. Körfubolti 22. febrúar 2020 16:45
Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta. Körfubolti 22. febrúar 2020 12:30
Leik frestað vegna veikinda hjá bikarmeisturunum Flensa hefur herjað á bikarmeistara Skallagríms í körfubolta kvenna. Körfubolti 22. febrúar 2020 11:23
LeBron og Davis samtals með 60 stig í fjórða sigri Lakers í röð Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 22. febrúar 2020 09:15
Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta. Körfubolti 22. febrúar 2020 09:00
Sjá fjórði yngsti í sögunni til að skora 50 stig í NBA Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Körfubolti 21. febrúar 2020 16:30
Feðgarnir báðir átt tuttugu stiga landsleik af bekknum Kári Jónsson komst í góðan í hóp með frammistöðu sinni á móti Kósovó í undankeppni HM í gær. Körfubolti 21. febrúar 2020 15:15
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill komast inn í Ásgarð með heimaleiki sína á næstu leiktíð en körfuknattleiksdeild félagsins er ekki hrifin af því. Körfubolti 21. febrúar 2020 13:18
Harden lét 29 stig duga í sigri og gríska undrið heldur uppteknum hætti | Myndbönd NBA-deildin fór aftur af stað í nótt eftir nokkurra daga hlé. Sex leikir voru á dagskrá og voru fjórir þeirra ansi spennandi en einn fór í framlengingu. Körfubolti 21. febrúar 2020 07:30
Í beinni í dag: Birkir mætir Napoli og Dominos-deild kvenna gerð upp Það verður fótbolti, körfubolti og golf í boði á íþróttastöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Sport 21. febrúar 2020 06:00
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. Körfubolti 20. febrúar 2020 20:00
Martin stórkostlegur í Rússlandi Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81. Körfubolti 20. febrúar 2020 18:52
Logi spilaði með syni Brenton Birmingham í gær Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson vakti athygli á því á samfélagsmiðlum sínum í gær að hann hafi náð að spila með syni Brenton Birmingham. Körfubolti 20. febrúar 2020 17:00
Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Körfubolti 20. febrúar 2020 16:15
Pétur Rúnar spilar landsleik á afmælisdaginn sinn Skagfirski körfuboltamaðurinn Pétur Rúnar Birgisson heldur upp á 24 ára afmælisdaginn sinn með því að spila landsleik út í Kósóvó. Körfubolti 20. febrúar 2020 14:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 75-72 | Engin bikarþynnka í KR KR tók á móti Haukum í fyrsta leik sínum eftir að hafa tapað í bikarúrslitum fyrir Skallagrími. Körfubolti 19. febrúar 2020 22:15
Breiðablik hafði betur í botnslagnum Breiðablik vann 89-68 sigur á Grindavík er liðin mættust í botnslagnum í Dominos-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 19. febrúar 2020 21:01
Bikarmeistararnir töpuðu með rúmlega 60 stigum Skallagrímur varð bikarmeistari um helgina en fékk skell í fyrsta leik eftir bikarleikinn er þær töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Vals í kvöld, 107-41. Körfubolti 19. febrúar 2020 19:31
Jón Axel og félagar fengu á sig sigurkörfu 0,7 sekúndum fyrir leikslok Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson töpuðu á grátlegan hátt í bandaríska körfuboltanum í nótt. Það var ekki nóg með að þeir misstu niður tuttugu stiga forskot heldur skoruðu mótherjarnir þeirra hálfgerða flautukörfu sem færði þeim sigurinn. Körfubolti 19. febrúar 2020 15:30
Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur. Körfubolti 19. febrúar 2020 12:30
Í beinni í dag: Meistaradeildin heldur áfram og stórleikur í körfuboltanum Meistaradeildin heldur áfram að rúlla á Stöð 2 Sport í dag. Í dag fara fram næstu tveir leikirnir í 16-liða úrslitunum. Sport 19. febrúar 2020 06:00
Íslenska „körfuboltafjölskyldan“ í Bandaríkjunum Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna. Körfubolti 18. febrúar 2020 19:00
Thelma Dís valin íþróttamaður vikunnar eftir skotsýninguna um helgina Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttamaður vikunnar í Ball State skólanum. Körfubolti 18. febrúar 2020 17:00