Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 13:30 Nú er bara spurningin hvort Logi Gunnarsson klára ferilinn í Ljónagryfjunni eða hvort hann spili svo lengi að hann klárist í Stapaskóla. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna. Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira