Þrjú íslensk stig í þriðja sigri Þórsara í röð: Ingvi óleikfær vegna höfuðhöggs Erlendir leikmenn Þórsliðsins skoruðu 97 prósent stiga liðsins í sigrinum á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Körfubolti 15. mars 2021 12:00
Curry og félagar náðu að kæla niður toppliðið Besta lið NBA-deildarinnar í vetur, Utah Jazz, varð að sætta sig við tap gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors í gær, 131-119. Körfubolti 15. mars 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 79 - 100 | Þórsarar niðurlægðu Haukana og unnu sinn þriðja leik í röð Þór Akureyri kafsigldu botnliði Hauka og unnu sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild karla. Þórsarar tóku við sér í byrjun annans leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það og unnu á endanum auðveldan sigur 79 - 100. Körfubolti 14. mars 2021 21:45
Bjarki Ármann: Fyrri hálfleikurinn með því besta frá okkur á tímabilinu Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyri var ánægður með leikinn í Ólafssal í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur Þórs lagði gruninn að góðum 21 stigs sigri, lokatölur 100-71 Þór í vil. Körfubolti 14. mars 2021 21:25
Íslendingaliðin á Spáni töpuðu bæði sem og Elvar Már í Litáen Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu 78-60 gegn botnliði Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Andorra töpuðu þá gegn Real Betis á útivelli, 69-61. Körfubolti 14. mars 2021 20:16
Keflavík jafnar Val á toppi deildarinnar eftir nauman sigur Keflavík vann einkar nauman sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í dag, lokatölur 85-80 í mjög jöfnum leik. Körfubolti 14. mars 2021 17:46
„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Körfubolti 14. mars 2021 13:16
Sævar um ummæli Bjarka: „Ánægður með svona smá skot“ Sævar Sævarsson, spekingur Domino’s Körfuboltakvölds, var ánægður með ummæli Bjarka Ármanns Oddssonar, þjálfara Þórs Akureyri, í viðtali eftir sigur Þórs á Stjörnunni fyrr í vikunni. Körfubolti 14. mars 2021 11:46
Sýning Westbrooks dugði ekki til Russell Westbrook fór á kostum í liði Washington í nótt en það dugði ekki til gegn Milwaukee. Washington tapaði með sex stigum fyrir Milwaukee, 125-119, í einum af átta leikjum næturinnar. Körfubolti 14. mars 2021 10:28
Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. Körfubolti 13. mars 2021 23:00
Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Körfubolti 13. mars 2021 20:31
Mikilvægur sigur hjá Fraport í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Fraport Skyliners unnu nauman en mikilvægan sigur á Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 13. mars 2021 18:50
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. Körfubolti 13. mars 2021 18:32
Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. Körfubolti 13. mars 2021 14:34
Loks sigur hjá Lakers | Myndbönd NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers unnu fimm stiga sigur á Indiana, 105-100, er liðin mættust í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í síðustu þremur leikjum liðsins. Körfubolti 13. mars 2021 09:30
„Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur“ Baldur Þór var sáttur með liðsheildina að loknum sigrinum í Njarðvík. Hann hafði lítinn áhuga að ræða Shawn Glover sem er nú horfinn á braut. Körfubolti 13. mars 2021 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. Körfubolti 12. mars 2021 22:30
Martin öflugur í lífsnauðsynlegum sigri Valencia Valencia vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fenerbahce í EuroLeague í körfubolta í kvöld. Lokatölur 66-52 og Valencia heldur í vonina um að komast í útsláttarkeppni EuroLeague. Körfubolti 12. mars 2021 22:15
Spurði Jón Axel út í íslensku deildina og segist hafa fundið fyrir rígnum sem ríkir milli Vals og KR Vísir ræddi við nýjasta leikmann Vals, Jordan Jamal Roland, sem er ein stærsta ástæða þess að Valur vann sinn fyrsta sigur á KR í háa herrans tíð í efstu deild í körfubolta hér á landi á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 12. mars 2021 21:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Ak. 86-91 | Fyrsti útisigur Þórsara kom í Ásgarði Þór lyfti sér upp úr fallsæti Domino‘s deildar karla með óvæntum sigri á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Lokatölur 86-91, Þórsurum í vil. Þetta var fyrsti útisigur þeirra á tímabilinu. Körfubolti 12. mars 2021 20:53
„Gaman að Ingvi skoraði 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki var uppi í stúku“ Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, ljómaði eins og sól í heiði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, 86-91. Þetta var fyrsti útisigur Þórsara á tímabilinu. Körfubolti 12. mars 2021 20:47
NBA dagsins: Haukarnir unnu upp fimmtán stiga forskot á síðustu sex mínútunum Þrátt fyrir að vera fimmtán stigum undir þegar sex mínútur voru eftir vann Atlanta Hawks Toronto Raptors, 120-121, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 12. mars 2021 15:01
Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Körfubolti 12. mars 2021 14:30
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. Körfubolti 12. mars 2021 10:30
Fékk rúmlega sex milljóna króna sekt og bann fyrir gyðingahatur Meyers Leonard, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið dæmdur í einnar viku bann og fékk sekt upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega sex milljónir íslenskra króna, fyrir niðrandi ummæli um gyðinga. Körfubolti 12. mars 2021 08:31
Irving minnti Boston-menn á hversu góður hann er Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig gegn sínu gamla liði þegar Brooklyn Nets sigraði Boston Celtics, 121-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. mars 2021 07:30
Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Körfubolti 11. mars 2021 23:28
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar í Hagaskóla 11. mars 1999. Körfubolti 11. mars 2021 22:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Höttur 89 - 69 | ÍR í engum vandræðum með Hött ÍR-ingar komust aftur á beinu brautina er þeir unnu Hött sannfærandi í tíðindarlitlum leik er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 20 stiga sigri ÍR 89 - 69. Körfubolti 11. mars 2021 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 86-74 | Keflvíkingar kláruðu botnliðið í seinni hálfleik Topplið Keflavíkur fengu botnlið Hauka í heimsókn í Blue höllina í kvöld. Keflvíkingar virkuðu andlausir í fyrri hálfleik en mættu grimmari til leiks í þriðja leikhluta og náðu í tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni, en Haukar eru enn á botni deildarinnar. Lokatölur 86-74. Körfubolti 11. mars 2021 21:48