Körfubolti

Einvígi Dallas og Phoenix komið aftur á byrjunarreit

Hjörvar Ólafsson skrifar
Luka Doncic gat leyft sér að fagna á heimavelli sínum í kvöld. 
Luka Doncic gat leyft sér að fagna á heimavelli sínum í kvöld.  Vísir/Getty

Dallas Mavericks jafnaði metin í 2-2 í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta karla í American Airlines-höllinni í kvöld. 

Lokatölur í leiknum urðu 111-101 fyrir Dallas Mavericks sem hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í rimmu liðanna. 

Luka Doncic var stigahæstur hjá heimamönnum með 26 stig en Dorian Finney-Smith fylgdi fast á hæla hans með sín 24 stig. Smit reif auk þess niður átta fráköst en Doncic og Maxi Kleber tóku sjá fráköst. 

Devin Booker var lang atkvæðamestur hjá Phoenix Suns en hann skoraði 35 stig í leiknum.  Booker gaf þess utan sjö stoðsendingar líkt og Chris Paul. Deandre Ayton var öflugur undir körfunn fyrir gestina en hann hirti 11 fráköst. 

Liðin leiða saman hesta sína í fimmta skipti í Phoenix á þriðjudaginn kemur. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×