Haukar frumsýna nýjan bandarískan leikmann í Evrópuleiknum í kvöld Haukakonur hafa sótt sér liðstyrk frá Bandaríkjunum en framherjinn Briana Gray er komin með leikheimild hjá FIBA og getur því tekið þátt í Evrópuleiknum á Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 28. október 2021 13:31
Flugu með lúðrasveit til Íslands en Haukar ætla að vera háværari í kvöld Haukar vilja allar hendur á dekk í Ólafssal í kvöld þegar liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta. Gestirnir frá Tékklandi mæta með kröftuga stuðningsmannasveit með sér. Körfubolti 28. október 2021 12:00
Lakers kastaði frá sér 26 stiga forskoti og tapaði fyrir einu slakasta liði deildarinnar Los Angeles Lakers fer brösuglega af stað í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið fyrir Oklahoma City Thunders, 123-115. Körfubolti 28. október 2021 07:31
Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. Körfubolti 28. október 2021 06:58
Fjölniskonur snéru leiknum við í þriðja leikhluta | Keflvíkingar unnu stórt Keflavík og Fjölnir unnu sigra í seinni tveim leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölniskonur snéru blaðinu við í þriðja leikhluta gegn Grindavík og unnu góðan fimm stiga sigur, 89-84, og Keflvíkingar unnu Breiðablik með 21 stigi, 80-59. Körfubolti 27. október 2021 22:00
Umfjöllun: Skallagrímur - Njarðvík 31-86 | Botnliðið sá aldrei til sólar gegn heitum Njarðvíkingum Njarðvík vann stórsigur á Skallagrím í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur leiksins urðu 31-86 Körfubolti 27. október 2021 20:18
Martin og félagar með naumt tap í Euro Cup Martin Hermannsson og félagar hans í spænska liðinu Valencia töpuðu með minnsta mun er liðið heimsótti Buducnost frá Svartfjallalandi í annarri umferð Euro Cup í körfubolta, 71-70. Körfubolti 27. október 2021 18:53
Shaq skutlaði sér í gólfið á eftir blöðru í beinni Það er boðið upp á svo miklu meira en bara umfjöllum um NBA-deildina í þáttunum Inside the NBA á TNT sjónvarpsstöðinni. Körfubolti 27. október 2021 16:01
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Körfubolti 27. október 2021 13:01
Logi ekki með slitið krossband: „Jákvæðar fréttir“ Hnémeiðsli Loga Gunnarssonar eru alvarleg en þó ekki eins alvarleg og menn óttuðust um tíma. Körfubolti 27. október 2021 11:30
Westbrook og Davis drógu Lakers-vagninn í fjarveru LeBrons Russell Westbrook átti sinn besta leik í treyju Los Angeles Lakers þegar liðið vann San Antonio Spurs, 121-125, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 27. október 2021 07:30
Ólafur Ólafsson með flugeldasýningu í gærkvöldi Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, fór svo sannarlega fyrir sínu liði í sigri á toppliði Njarðvíkur í gær. Körfubolti 26. október 2021 12:31
Villurnar sem Njarðvíkingar töldu að ekki væri Fotios fyrir Það varð kannski minna úr einvígi miðherjanna öflugu Ivan Aurrecoechea og Fotios Lampropoulos í gær en menn vonuðust til þegar Grindavík og Njarðvík mættust í Subway-deild karla. Ástæðan voru villuvandræði Grikkjans í fyrri hálfleik. Körfubolti 26. október 2021 10:30
Bulls ekki byrjað betur síðan Jordan lék með liðinu Fara þarf aftur til tíma Michaels Jordan til að finna jafngóða byrjun á tímabili hjá Chicago Bulls í NBA-deildinni og núna. Körfubolti 26. október 2021 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4. umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. Körfubolti 25. október 2021 22:15
Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla „Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 25. október 2021 21:30
Helena að glíma við undarleg meiðsli | Óvíst hvort hún nái Evrópuleiknum Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, er að glíma við undarleg meiðsli þessa dagana. Óvíst er hvort hún verði klár fyrir Evrópuleik Hauka í vikunni. Körfubolti 25. október 2021 20:16
Magnaður Morant skráði sig í sögurbækur Memphis Hinn stórskemmtilegi leikstjórnandi Memphis Grizzlies átti magnaðan leik er lið hans tapaði naumlega fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Hann skráði sig í sögubækur Grizzlies í leiknum. Körfubolti 25. október 2021 18:16
Benedikt valdi þrjá nýliða í kvennalandsliðið fyrir nóvemberleikina Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið liðið sitt fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni Evrópukeppni kvenna en keppnin fer af stað í nóvember. Körfubolti 25. október 2021 14:46
Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Körfubolti 25. október 2021 14:30
Melo sýndi gamla takta þegar Lakers vann loksins Carmelo Anthony sýndi að enn lifir í gömlum glæðum þegar Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta leik í NBA-deildinni tímabilinu í nótt. Körfubolti 25. október 2021 08:01
Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna. Erlent 25. október 2021 07:28
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 64-84 | Fyrsta tap Valskvenna kom gegn Keflavík Valur tapaði sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Keflavík lenti aldrei undir í leiknum og vann að lokum sannfærandi 20 stiga sigur 64-84. Körfubolti 24. október 2021 22:54
Jón Halldór: Fengum framlag úr mörgum mismunandi áttum Keflavík varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Val af velli í Subway-deild kvenna. Keflavík vann með 20 stigum 64-84. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 24. október 2021 22:37
Nýliðar Njarðvíkur áfram á flugi - Öruggur sigur Hauka í Grindavík Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 24. október 2021 21:12
Fjölnir vann öruggan sigur á Skallagrími Fjölniskonur unnu öruggan sigur á Skallagrími í Subway deildinni í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Körfubolti 24. október 2021 20:29
Lifir í ótta um að myndir af líkamsleifum Kobe og Giönnu rati á netið Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltamannsins Kobe Bryant heitins, sagðist við skýrslutökur fyrst hafa heyrt af því að hann og 13 ára dóttir þeirra Gianna væru látin þegar hún fékk tilkynningar um það á símanum sínum. Erlent 24. október 2021 18:31
Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Sport 24. október 2021 09:30
Martin stigahæstur í hádramatískum sigri Martin Hermannsson sýndi magnaða frammistöðu þegar Valencia hafði betur gegn Morabanc Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 23. október 2021 20:37
Tryggvi Snær lét til sín taka í sigri Zaragoza Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stóð fyrir sínu þegar lið hans, Zaragoza, vann góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 23. október 2021 17:54