Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:31 Basile hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Njarðvíkur á leiktíðinni. Vísir/Bára Dröfn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
„Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira