Bætti 59 ára gamalt met Wilts Chamberlain DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, hefur spilað frábærlega að undanförnu og í nótt bætti hann tæplega sextíu ára gamalt met Wilts Chamberlain. Körfubolti 17. febrúar 2022 16:30
Hafa ekki unnið KR í deildinni í meira en 26 mánuði Stjarnan tekur á móti KR í stórleik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að heimamenn séu búnir að bíða lengi eftir sigri á Vesturbæingum. Körfubolti 17. febrúar 2022 16:01
Tileinkaði Kobe sigurinn í Ofurskálinni Útherji Los Angeles Rams, Cooper Kupp, tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigur liðsins í Ofurskálinni á sunnudaginn. Sport 17. febrúar 2022 14:31
Yfirmaður NBA bendir á fáránleika laganna sem stoppa Kyrie Irving Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur gagnrýnt lögin sem koma í veg fyrir að Kyrie Irving megi spila heimaleikina með liði Brooklyn Nets. Körfubolti 17. febrúar 2022 12:01
Fasið breyttist í flugstöðinni og fólk tók andköf yfir Jóni Arnóri Það var snemma ljóst í hvað stefndi hjá körfuboltamanninum Jóni Arnóri Stefánssyni sem fékk viðstadda til að taka andköf með tilþrifum sínum þegar KR vann Scania Cup árið 1996. Körfubolti 17. febrúar 2022 10:30
Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Körfubolti 17. febrúar 2022 07:27
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. Körfubolti 16. febrúar 2022 22:45
Berglind: Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega Berglind Gunnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld í fjarveru Ólafs Sigurðssonar þjálfara. Hún hafði lítið jákvætt að segja um frammistöðu Valsliðsins gegn Haukum. Körfubolti 16. febrúar 2022 22:25
Elvar Már stigahæstur í tapi Elvar Már Friðriksson og félagar í Antwerp Giants eru úr leik í belgísku bikarkeppninni í körfubolta eftir tíu stiga tap í kvöld. Körfubolti 16. febrúar 2022 21:43
Öruggur sigur Keflvíkinga í mikilvægum leik Keflavíkurkonur unnu mikilvægan sigur á Breiðabliki í Subway deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Keflavík. Körfubolti 16. febrúar 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 90 - 66| Fjölnir aftur á sigurbraut Fjölnir komst aftur á sigurbraut er liðið valtaði yfir Grindavík. Frábær fjórði leikhluti Fjölnis gerði útslagið og endaði leikurinn 90-66. Umfjöllun og viðtöl. Körfubolti 16. febrúar 2022 20:50
Þorleifur: „Hraunaði yfir stelpurnar í hálfleik“ Grindavík steinlá fyrir Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 90-66 og var Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, afar svekktur með úrslitin. Sport 16. febrúar 2022 20:24
Jón Arnór uppljóstrar því hvernig hann var lokkaður í Val Félagaskipti Jóns Arnórs Stefánssonar úr KR í Val fara líklega í sögubækurnar sem ein óvæntustu félagaskipti í íslenskri íþróttasögu. Körfubolti 16. febrúar 2022 18:00
Fimmtíu stiga sýning hjá Antetokounmpo Meistarar Milwaukee Bucks áttu ekki í vandræðum með að leggja Indiana Pacers að velli, 128-119, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þökk sé Grikkjanum Giannis Antetokounmpo. Körfubolti 16. febrúar 2022 07:31
Jón Axel og félagar unnu nauman sigur Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81. Körfubolti 15. febrúar 2022 21:25
Má spila aftur í NBA eftir dópbann Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum. Körfubolti 15. febrúar 2022 18:31
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. Körfubolti 15. febrúar 2022 14:18
Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:30
Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:01
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Breiðablik 126 - 80 | Keflavík setti upp flugeldasýningu Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð komst Keflavík aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Keflavík átti stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 74 stig. Á endanum voru 46 stig sem skildu liðin að, lokatölur 126-80. Körfubolti 14. febrúar 2022 22:15
Stórleikur Elvars dugði ekki til Elvar Már Friðriksson var frábær í liði Antwerp Giants er liðið tapaði með 12 stiga mun fyrir Oostende í fyrri leik liðanna í belgísku bikarkeppninni í körfubolta, lokatölur 90-78. Körfubolti 14. febrúar 2022 22:00
„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. Körfubolti 14. febrúar 2022 21:20
„Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“ Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr. Körfubolti 14. febrúar 2022 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 99-92 | Mögnuð endurkoma heimamanna í Grindavík Grindavík vann frábæran endurkomusigur á Val, 99-92, í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík hefur jafnað Val að stigum í deildinni. Körfubolti 14. febrúar 2022 20:00
Góðar fréttir fyrir Grindvíkinga: Mæta einu af efstu liðunum í kvöld Grindvíkingar eru komnir niður í sjötta sæti Subway-deildar karla í körfubolta og eru á hraðri niðurleið eftir einstaklega slakt gengi á móti neðstu liðum deildarinnar að undanförnu. Körfubolti 14. febrúar 2022 17:01
Finnst Everage vera besti sóknarmaður Subway-deildarinnar Everage Richardson átti enn einn stórleikinn þegar Breiðablik sigraði Grindavík, 104-92, í Subway-deild karla á föstudaginn. Körfubolti 14. febrúar 2022 16:01
LeBron talaði við ungan sjálfan sig í einni flottustu Super Bowl auglýsingunni Körfuboltastjarnan LeBron James var ekki aðeins meðal áhorfenda á Super Bowl í nótt því hann var einnig í aðalhlutverki í einni auglýsingunni. Körfubolti 14. febrúar 2022 15:01
Enn einum KR-leiknum frestað: Einn af fimm sem veðrið stoppar í kvöld Körfuknattleikssamband Íslands hefur þurft að fresta fimm leikjum sem áttu að fara fram í kvöld en tveir þeirra eru í Subway deild karla. Körfubolti 14. febrúar 2022 13:15
Áttundi í röð hjá Boston Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. Körfubolti 14. febrúar 2022 07:31
Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: Körfubolti 13. febrúar 2022 21:32