Körfubolti

Helgi Rúnar Bragason fallinn frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Helgi Rúnar Bragason var þjálfari kvennaliðs Þórs frá 2017 til 2019.
Helgi Rúnar Bragason var þjálfari kvennaliðs Þórs frá 2017 til 2019. Thorsport.is

Helgi Rúnar Bragason, fyrrverandi þjálfari og leikmaður í körfubolta, er látinn aðeins 47 ára að aldri.

Helgi Rúnar lést í gær, sunnudag, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Greint var frá fráfalli Helga Rúnars á heimasíðu Þórs Akureyri í morgun. Hann lætur eftir sig eiginkonu Hildi Ýri Krist­ins­dótt­ur, og dótt­ur þeirra, Kar­en Lind.

Helgi Rúnar hóf sinn körfuboltaferil hjá Grindavík þar sem hann lék upp yngri flokkana áður en hann fékk tækifæri með meistaraflokk félagsins. Með Grindvíkingum varð Helgi bikarmeistari árið 1998. Hann þurfti þó að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna meiðsla.

Helgi fluttist svo norður í land þar sem hann var þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Þórs undanfarna tvo áratugi. Hann var meðal annars þjálfari meistaraflokks kvenna frá 2017 til 2019, ásamt því að vera formaður Íþróttabandalags Akureyrar um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×