James fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu um málið í gær þar sem þau segja að gallinn sé meðhöndlanlegur og verði meðhöndlaður. Þau séu bjartsýn á að hann muni ná sér að fullu og muni snúa aftur á völlinn í nánustu framtíð.
Congenital heart defect was the cause of Bronny James cardiac arrest on July 24 and there is confidence he will make a full recovery and return to basketball in the very near future, per statement from James family spokesperson. pic.twitter.com/LLv4S9ro0x
— Shams Charania (@ShamsCharania) August 25, 2023
Bronny, sem er fæddur árið 2004, er einn af efnilegri leikmönnum Bandaríkjanna en hefur þó ekki síst ratað endurtekið í fréttir vegna ættar sinnar og uppruna en LeBron James er faðir hans. LeBron hefur sagt að hann vilji ná að spila með Bronny í NBA áður en hann hættir en LeBron verður 39 ára í vetur og er að hefja sitt 21. tímabil í haust.
Hjartastopp Bronny var vatn á myllu samsæriskenningasmiða sem töldu það næsta víst að bóluefni gegn Covid-19 hefði valdið hjartastoppinu. Sú þvæla hefur nú endanlega verið slegin rækilega útaf borðinu.