Litáen skellti Bandaríkjunum í lokaleik J-riðils Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 22:11 Jonas Valanciunas fór fyrir sínum mönnum í dag Vísir/EPA Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002. Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira