Litáen skellti Bandaríkjunum í lokaleik J-riðils Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 22:11 Jonas Valanciunas fór fyrir sínum mönnum í dag Vísir/EPA Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002. Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Sjá meira
Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Sjá meira