Keith Jordan Jr. lék með Skallagrími í 1. deildinni á síðustu leiktíð og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann var á endanum valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar en í 33 leikjum skoraði hann að meðaltali 30 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Einnig var hann framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 35 framlagspunkta í leik. Skallagrímur staðfesti vistaskipti Keith sem mun nú leika í grænu í Kópavogi.
Breiðablik hefur leik í Subway-deild karla í Smáranum 5. október næstkomandi þegar Haukar koma í heimsókn.