

Kompás
Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar.

Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar.

Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum.

Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt
Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum.

Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist
Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar.

Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni
"Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna.

Eftirför sem endaði með ósköpum
Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður.

Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“
Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008.

Geðrof er ekki lögbrot
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll.

Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu.

Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar.

Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar.

Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum
Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur.

Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu
Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna.

Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn
Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna.

Börn geðveikra sett í ruslflokk
Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segir að það þurfi að búa börnum geðveikra skjól og líflínu, líkt og börnum sem eiga foreldra með aðra sjúkdóma.

Aðstandendur geðveikra gleymast
Það vantar stuðning og fræðslu fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Þetta segir stjórnarmaður Geðhjálpar sem sjálf ólst upp hjá veikri móður. Hún hafi verið hrædd og kvíðin alla æsku sína og beri þess merki í dag sem fullorðin kona.

Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur.

Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar
Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.

Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum
Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar.

Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína.

Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér
17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar.

Íslendingar sjúkir í sódavatn
Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag.

Er offita sjúkdómur?
Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari.

Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum
Heilbrigðisráðherra segir sykurskatt einn besta hvata í kerfinu til að hjálpa fólki að velja hollan mat. Það ásamt heilsueflingu og geðrækt á öllum skólastigum sé góð leið til að stemma stigu við offitu.

Börnum með offitu synjað um tryggingu
Tvö af fjórum tryggingafélögum á Íslandi synja umsókn um tryggingu ef börn fara yfir ákveðið viðmið í þyngd.

Á að vinna að útfærslu á sykurskatti
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja af stað hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti eftir að Embætti landlæknis hefur ítrekað mælt með aðferðinni.

Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið
Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi.

Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu
Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu.

Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.

Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“
Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu.