Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 14:35 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson foreldrar Heklu Lindar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún. Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún.
Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54