Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Samkvæmt nýjustu mælingum er fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd og í þeim hópi fjölgar þeim börnum hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallið er enn hærra víða á landsbyggðinni og til að mynda er ríflega sjötti hver unglingsdrengur á Suðurnesjum með offitu og fimmti hver á Vestfjörðum. Í fyrsta þætti Kompáss sem má horfa á hér fyrir neðan, er fjallað um offitu íslenskra barna. Sex prósent grunnskólabarna með offitu Börn eru vigtuð og mæld frá fæðingu, í ungbarnaeftirliti og svo áfram hjá skólahjúkrunarfræðingum þegar börn eru í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk. Samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu.Næstum fjórðungur íslenskra skólabarna eru yfir í ofþyngd.vísir/hafsteinnSkólahjúkrunarfræðingar sem Kompás ræddi við voru sammála um að þessar tölur sýni að við höfum ekki sagt skilið við ofþyngdarfaraldur hér á landi. Íslensk börn hafi byrjað að þyngjast fyrir fjörutíu árum, það hafi hægt á þeirri þróun í kringum 2010 en nú hafi tölurnar hækkað á ný. „Þegar börn koma inn í skólakerfið eru þau í góðum málum, í kjörþyngd,“ segir Guðfinna Eðvarðsdóttir, deildarstjóri skólaheilsugæslu á Suðurnesjum. „En þegar þau eldast og fara að nálgast unglingastig þá sér maður að þau þyngjast hraðar en þau ættu að vera að gera.“ Samkvæmt sérfræðingum sem Kompás ræddi við eru margir þættir sem valda ofþyngd og offitu. Stór þáttur er erfðaþáttur en einnig lífsvenjur; hreyfing og mataræði. Félagsleg staða barnsins og jafnvel áföll geta einnig haft áhrif. En það að fjórðungur barna á Íslandi sé yfir kjörþyngd, eða með öðrum orðum í ofþyngd, þarf ekki endilega að þýða að vandamál sé til staðar. Það getur verið tímabundið ástand, vaxtakippur eða kynþroskaskeið að hefjast. En annað gildir um offitu. Barn er greint með offitu þegar það er komið tveimur og hálfu staðalfráviki frá meðaltali, þegar ofþyngdin er orðin veruleg. „Offita er í raun skilaboð frá okkur læknum um að fitubirgðirnar eru orðnar það miklar að það er mjög líklegt að þær séu farnar að trufla einhverja starfsemi eða muni gera það í framtíðinni,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.„Þessar tölur eru sláandi!“ Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum sem gerðar voru á börnum á landsvísu árið 2014. Eins og sést á töflunni fyrir neðan hefur of feitum strákum fjölgað úr fimm prósentum í sjö prósent á landsvísu. Offita meðal stúlkna hefur farið úr fjórum prósentum í fimm.Offita meðal drengja hefur aukist um ríflega 30% á síðustu fimm árum eða um tæp tvö prósentustig.vísir/HafsteinnÖrnu Vilhjálmsdóttur, sem hefur verið í ofþyngd frá æsku, finnst erfitt að heyra af þessari þróun. „Þessar tölur eru sláandi. Þær slá mann algjörlega niður. Maður lamast pínu. Það fyrsta sem ég hugsa er að það á enginn að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum. Í öðru lagi, hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum enn svona mikið að fela þetta?“ Arna hefur verið í ofþyngd frá því æsku og vandinn var vel falinn. Sérstaklega faldi Arna líðan sína fyrir foreldrum sínum. „Ég faldi þetta fyrir þeim. Á unglingsaldri fór ég að kaupa mér nammi úti með stelpunum, taka það heim og borða inn í herbergi. Ég fór að fela alls konar hluti sem þau hefðu aldrei geta ímyndað sér að væru í gangi,“ segir Arna.Arna faldi matarfíkn sína fyrir foreldrum sínum og á nokkrum árum þyngdist hún verulega. Hún segir erfitt að snúa þeirri þróun við.Þegar hún fór í heimavistarskóla sextán ára fór hún að þyngjast verulega. „Þegar foreldrar mínir sjá mig í jóla- og sumarfríum þá er ég búin að bæta á mig 10-15 kílóum í hvert einasta skipti. Þetta fer svo hratt út böndunum og það nær enginn að grípa í taumana, því þeir eru bara farnir.“ Arna bendir á að það hefði verið hægt að grípa inn í hennar þyngdaraukningu á mörgum stöðum en það sé erfitt ef það er ekki gert strax í byrjun. „Allt í einu er maður orðinn 26 ára og 155 kíló. Það er svo mikið hægt að gera áður en þetta er orðið að stærsta snjóbolta sem þú hefur séð.“ Ása Sjöfn Lórensdóttir, sem er fagstjóri heilsuverndar skólabarna, tekur undir orð Örnu og segir vaxandi offitu meðal barna alvarlegt mál upp á framtíðina. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að fitna og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni.“ En það er ekki bara í framtíðinni. Börn sem eru of feit geta fengið alls kyns kvilla strax í æsku. „Við höfum greint börn með fitulifur, við sjáum mjög reglulega börn með of háan sykur og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi, læknir á Barnaspítalanum.Unglingsdrengir feitastir Eins og sést á töflunni fyrir neðan þyngjast börnin meira umfram þörf eftir því sem þau eldast.Drengjum í offitu fjölgar stöðugt frá sex ára til fjórtán ára aldurs.vísir/hafsteinn4% barna í 1. bekk eru með offitu eða tæplega 200 börn, 300 börn í 4. bekk eða að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá er 8% drengja með offitu eða 174 drengir og 5% stúlkna. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að 14 ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Með stúlkunum eru samtals 334 fjórtán ára unglingar haldnir offitu. Ein skýring á aukinni offitu unglingsdrengja er meiri skjátími og minni hreyfing. „Íþróttastarf er á mörgum stöðum miðað við keppnisíþróttir. Það eru ekki allir sem finna sig í slíku. Það þyrfti að vera til önnur hreyfiúrræði,“ segir Ása.Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum of feitur Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. 8% unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallið er einnig hátt á Suðurnesjum eða 16% fjórtán ára drengja - og þar eru mun fleiri drengir bak við tölurnar en á Vestfjörðum vegna íbúafjölda. Hæsta hlutfall drengja með offitu er á Vestfjörðum, Suðurnesjum og á Austurlandi.vísir/hafsteinnHlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Engar rannsóknir eru til um það hvers vegna offita er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. Viðmælendur okkar töldu að minna úrval tómstunda og matvæla gæti haft áhrif auk þess sem erfiðara er að grípa inn í þyngdaraukninguna vegna minni þjónustu úti á landi.Dönsk rannsókn hefur þó sýnt að börn innflytjenda séu tvöfalt líklegri til að vera með offitu sem gæti hugsanlega gefið vísbendingu um jaðarhópa á landsbyggðinni hérlendis. Á Suðurnesjum þar sem sjötti hver unglingsstrákur er með offitu er afar hátt hlutfall innflytjenda. „Hér á Suðurnesjum ríkir mikil fjölmenning. Það er spurning hvort við náum til allra með fræðsluna og það sem er í boði. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segir Guðfinna.Flestir foreldrar fegnir að fá símtalið Þeir sem vigta börnin og sjá fyrstu merki um ofþyngd, eru skólahjúkrunarfræðingar. Þeir hringja í foreldra og láta vita af stöðunni, bjóða þeim í viðtal og gefa ráð um næstu skref. Flestir foreldrar eru fegnir, jafnvel létt, að heyra í skólahjúkrunarfræðingum enda hafa sjálfir verið með áhyggjur af þyngd barnsins í einhvern tíma. „En það eru alltaf einhverjir foreldrar líka sem finnst þetta óþægilegt. Finnst þetta jafnvel óþarfa aðfinnslur. En þeir eru í miklum minnihluta,“ segir Ása og bendir á að sumir foreldrar eigi erfitt með að veita barni sínu stuðning þar sem þeir séu sjálfir að glíma við ofþyngd og hafi ekki fundið úrlausn sinna mála. Hún telur þó að þeir sem taki símtalinu illa séu þeir sem tengja það við útlit barnsins. „Við sem samfélag höfum verið upptekin af því að líta vel út og það er mikil líkamsdýrkun. Þá verður þetta viðkvæmt mál, meira eins og þetta sé persónuleg árás.“ Ása bendir líka á að þótt foreldrar beri alltaf fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum og heilsu þeirra þá sé þeim gert verulega erfitt fyrir í þessum málum. Kostnaður við tómstundastarf sé mikill og ekki á allra færi. Hollasti maturinn sé oft dýrasti kosturinn í matvörubúðum en sá óholli bæði auðveldari og ódýrari. Tryggvi tekur undir orð Ásu og bendir á sælgætismenninguna. „Auðvitað er erfitt fyrir foreldra að vera ein eining á móti öllu samfélaginu sem segir að það eigi alltaf að vera nammidagur þegar klukkan segir laugardagur.“Mamman dæmd fyrir of feitt barn Fyrir nokkrum árum náði Agla Steinunn Gísladóttir að missa tugi kílóa en hún segist hafa haft mikla matarást og verið of þung frá blautu barnsbeini. „Svo varð ég bara feitur krakki, feitur unglingur og feit fullorðin kona.“Agla hefur misst tugi kílóa síðustu ár en hafði verið í offitu frá barnæsku. Nú hjálpar hún sonum sínum að eiga heilbrigt samband við mat.vísir/kompásMóðir Öglu var alltaf meðvituð um stöðuna án þess þó að ræða það mikið við Öglu. Hún lagði sig fram um að keyra hana um þveran bæinn í auka íþróttatíma, sem var eina úrræðið fyrir of feit börn á þeim tíma, og hugaði vel að mataræðinu. En það dugði ekki til. „Þótt ég hafi verið feitt barn þá var ég ekki að raða ofan í mig sælgæti allan daginn. Ég borðaði bara of mikið af mat. Ég fór til dæmis niður í eldhús á kvöldin og fékk mér afganga frá kvöldmatnum.“ Agla segist ekki hafa fundið fyrir fordómum í æsku en mamma hennar fann fyrir þeim. „Það eru sannarlega fordómar og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búin að grennast. Það sama gildir ekki um mömmu. Henni fannst eins og fólk væri að dæma sig. Þótt hún væri að gera sitt besta og allt sem í hennar valdi stóð þá fann hún fyrir dómhörku frá fólki.“ Agla á tvo syni í dag og notar reynslu sína til að hjálpa öðrum þeirra að eiga heilbrigt samband við mat. „Ég á barn sem sýnir sömu hegðun, eða sama mynstur og ég, þegar kemur að mat. Ég reyni að vera góð fyrirmynd og ræða þetta opinskátt við hann. Því ég veit hvernig honum líður, ég veit hvernig það er að langa til að borða meira þótt manni sé illt í maganum eða ætti að hætta.“70 börn á biðlista eftir aðstoð Fyrsta skrefið er vissulega að skoða aðstæður heima, mataræði, hreyfingu og andlega líðan barnsins en eins og komið hefur fram dugar það ekki alltaf til. Eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börn með offitu er Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum. Þrátt fyrir að plássunum hafi verið fjölgað nýlega eru 70 börn á biðlista í dag og þurfa að bíða í heilt ár eftir þjónustu.Tryggvi segir að Heilsuskólinn geti þjónustað fjórðung þeirra barna sem þurfa aðstoðvísir/nadine„Sérstaklega síðustu tvö ár hefur biðin verið að lengjast jafnvel þótt við höfum reynt að breyta meðferð og taka fleiri inn í fyrra. Það er af því að tilvísunum hefur fjölgað og vandi barna sem er vísað til okkar er oft orðinn meiri þegar til tilvísunar kemur,“ segir Tryggvi sem er læknir í Heilsuskólanum. „Eins og við erum mönnuð í dag ráðum við við einn fjórða af vandanum.“Bíbtest dæmi um úrelta hugsun En það geta ekki allir beðið í ár og leita margir foreldrar til dæmis til þjálfara. Guðríður Erla Torfadóttir hefur unnið með mörgum sem eru í ofþyngd eða offitu. Hún hefur verið að þjálfa börn í offitu og bendir á að einn þjálfari dugi ekki til að ná árangri. Það þurfi að setja hreyfingu inn í daglegt líf barnsins, á skólatíma, í stað þess að fara í enn eitt hundleiðinlega átakið. Guðríður segir grunnskólana þurfa að grípa boltann. Það sé úrelt að leikfimi sé tvisvar í viku og allt snúist um keppni. „Bíbtest er eitt versta dæmið um hvað þetta er úrelt. Þú færð einkunn eftir því hvað þú getur hlaupið margar ferðir. Það eru ekki allir með íþróttaskrokk eða áhuga á því. Ímyndaðu þér hvernig það er fyrir barnið sem getur minna, það verður svo augljóst!“ Guðríður segir börn sem geta minna í slíkum prófum byrja að detta úr hreyfingu og missa áhugann. „Þessu þurfa skólar að breyta. Það þurfa að vera íþróttir á hverjum degi, það þarf að hætta keppni og við eigum að hreyfa okkur af því að það er skemmtilegt.“ Einnig þurfi að huga að verslun og markaðssetningu sem beint er að börnum. „Allir þessir orkudrykkir eru gott dæmi. Það eru allir að drekka orkudrykki og heildsölur að græða gríðarlega peninga á því. Orkudrykkir eru ekki góðir fyrir börnin okkar, eða unglinga og ekki heldur okkur fullorðna fólkið. Þetta er algjörlega óþarfa vara.“Samfélagið er að bregðast börnunum Viðmælendur okkar eru sammála um að þessi þróun sé ekki börnunum sjálfum eða foreldrum að kenna. Samfélagsaðstæður valdi þróuninni. Tryggvi segir svona hraðar breytingar á þyngd barna ekki gerast öðruvísi en í samfélaginu. „Þetta er ekki líffræðileg breyting,“ segir hann. „Við erum alls staðar að bregðast,“ segir Arna. „Foreldrar með því að mæta þessu sem tabú og vilja ekki koma börnunum sínum úr jafnvægi með því að ræða þetta við þau.“Sigrún Daníelsdóttir segir umræðu um offitu geta valdið miklum skaða, jafnvel meiri skaða en líkamsástandið. Fjölmiðlar þurfi til að mynda sérstaklega að vanda sig hvernig þeir fjalla um málið.visir/kompásÞá komum við að umræðunni. Sumir segja umræðuna einmitt vera skaðlega þar á meðal Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Einblínt sé á holdafar í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og fókus á ofát og leti fólks í ofþyngd gefi skakka mynd af hópnum.Má enginn vera feitur? „Við erum nú þegar í samfélagi þar sem feitt fólk býr við jaðarsetningu og fordóma. Við þurfum að passa að við séum ekki alltaf að auka á slíkt óréttlæti,“ segir hún. „Þá hafa rannsóknir sýnt að feit börn verða jafnvel fyrir aðkasti líka heima hjá sér þar sem þau fá neikvæða gagnrýni af hálfu systkina eða annarra fjölskyldumeðlima.“ Jaðarsetning hópsins geti því veikt líkamsmyndina og veik líkamsmynd auki líkur á vanlíðan, átröskun, ofáti, hreyfingarleysi og þunglyndi. Umræðan eigi því frekar að snúast um heilsueflingu en offituvanda. „Samhliða heilsueflingu þá verðum við líka að búa til umhverfi þar sem allir búa við réttlæti - þar sem fólk er samþykkt á eigin forsendum. Hvar ætlum við að draga línuna? Ætlum við að líta þannig á það að enginn ætti að vera feitur?“ spyr Sigrún.Burðast með meira en þyngdina Það er sannarlega rætt öðruvísi um offitu en aðra líkamlega eða andlega kvilla sem börn eiga við. Umræðan, skömmin og fordómarnir, sem henni fylgja eru rót vanlíðunar. „Feit börn eiga það til að einangra sig,“ segir Ása. „Þau eru ólíkleg til að sækja sér aðstoð, fá alla annað viðmót en aðrir og verða jafnvel fyrir stríðni og einelti.“ Arna segir það að vera í ofþyngd hafa haft mikil áhrif á líf hennar og líðan. „Maður burðast með svo mikið, miklu meira en líkamlega þyngd. Þetta er bara risa bakpoki sem ég var alltaf með því ég vildi ekki opna hann fyrir neinum öðrum. Þetta er svo mikil skömm,“ segir hún. „Það þyrfti að búa til aðgerðaráætlun og bregðast við þessu. Vegna þess að þetta er lífshættulegt málefni. Þetta er eitthvað sem ég á eftir að ströggla við alla ævi.“ Viðmælendur okkar kalla eftir forvörnum og fræðslu, styttri biðlistum og fleiri úrræðum fyrir börn sem eru komin í mikinn vanda. Greiður aðgangur að tómstundum, hreyfingu og hollum mat óháð búsetu og efnahag er sagður mikilvægur. En það er líka kallað eftir umræðu um heilsueflingu sem er laus við fordóma og jaðarsetningu. Áskoranirnar eru margar og næstu daga munum við halda áfram að fjalla um þetta mikilvæga mál á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hafir þú ábendingu eða upplýsingar um áhugaverð umfjöllunarefni er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið kompas@stod2.is.Tengd skjölTölfræði um þyngd barna frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Börn og uppeldi Fréttaskýringar Heilbrigðismál Kompás Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Samkvæmt nýjustu mælingum er fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd og í þeim hópi fjölgar þeim börnum hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallið er enn hærra víða á landsbyggðinni og til að mynda er ríflega sjötti hver unglingsdrengur á Suðurnesjum með offitu og fimmti hver á Vestfjörðum. Í fyrsta þætti Kompáss sem má horfa á hér fyrir neðan, er fjallað um offitu íslenskra barna. Sex prósent grunnskólabarna með offitu Börn eru vigtuð og mæld frá fæðingu, í ungbarnaeftirliti og svo áfram hjá skólahjúkrunarfræðingum þegar börn eru í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk. Samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu.Næstum fjórðungur íslenskra skólabarna eru yfir í ofþyngd.vísir/hafsteinnSkólahjúkrunarfræðingar sem Kompás ræddi við voru sammála um að þessar tölur sýni að við höfum ekki sagt skilið við ofþyngdarfaraldur hér á landi. Íslensk börn hafi byrjað að þyngjast fyrir fjörutíu árum, það hafi hægt á þeirri þróun í kringum 2010 en nú hafi tölurnar hækkað á ný. „Þegar börn koma inn í skólakerfið eru þau í góðum málum, í kjörþyngd,“ segir Guðfinna Eðvarðsdóttir, deildarstjóri skólaheilsugæslu á Suðurnesjum. „En þegar þau eldast og fara að nálgast unglingastig þá sér maður að þau þyngjast hraðar en þau ættu að vera að gera.“ Samkvæmt sérfræðingum sem Kompás ræddi við eru margir þættir sem valda ofþyngd og offitu. Stór þáttur er erfðaþáttur en einnig lífsvenjur; hreyfing og mataræði. Félagsleg staða barnsins og jafnvel áföll geta einnig haft áhrif. En það að fjórðungur barna á Íslandi sé yfir kjörþyngd, eða með öðrum orðum í ofþyngd, þarf ekki endilega að þýða að vandamál sé til staðar. Það getur verið tímabundið ástand, vaxtakippur eða kynþroskaskeið að hefjast. En annað gildir um offitu. Barn er greint með offitu þegar það er komið tveimur og hálfu staðalfráviki frá meðaltali, þegar ofþyngdin er orðin veruleg. „Offita er í raun skilaboð frá okkur læknum um að fitubirgðirnar eru orðnar það miklar að það er mjög líklegt að þær séu farnar að trufla einhverja starfsemi eða muni gera það í framtíðinni,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.„Þessar tölur eru sláandi!“ Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum sem gerðar voru á börnum á landsvísu árið 2014. Eins og sést á töflunni fyrir neðan hefur of feitum strákum fjölgað úr fimm prósentum í sjö prósent á landsvísu. Offita meðal stúlkna hefur farið úr fjórum prósentum í fimm.Offita meðal drengja hefur aukist um ríflega 30% á síðustu fimm árum eða um tæp tvö prósentustig.vísir/HafsteinnÖrnu Vilhjálmsdóttur, sem hefur verið í ofþyngd frá æsku, finnst erfitt að heyra af þessari þróun. „Þessar tölur eru sláandi. Þær slá mann algjörlega niður. Maður lamast pínu. Það fyrsta sem ég hugsa er að það á enginn að ganga í gegnum það sem ég gekk í gegnum. Í öðru lagi, hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum enn svona mikið að fela þetta?“ Arna hefur verið í ofþyngd frá því æsku og vandinn var vel falinn. Sérstaklega faldi Arna líðan sína fyrir foreldrum sínum. „Ég faldi þetta fyrir þeim. Á unglingsaldri fór ég að kaupa mér nammi úti með stelpunum, taka það heim og borða inn í herbergi. Ég fór að fela alls konar hluti sem þau hefðu aldrei geta ímyndað sér að væru í gangi,“ segir Arna.Arna faldi matarfíkn sína fyrir foreldrum sínum og á nokkrum árum þyngdist hún verulega. Hún segir erfitt að snúa þeirri þróun við.Þegar hún fór í heimavistarskóla sextán ára fór hún að þyngjast verulega. „Þegar foreldrar mínir sjá mig í jóla- og sumarfríum þá er ég búin að bæta á mig 10-15 kílóum í hvert einasta skipti. Þetta fer svo hratt út böndunum og það nær enginn að grípa í taumana, því þeir eru bara farnir.“ Arna bendir á að það hefði verið hægt að grípa inn í hennar þyngdaraukningu á mörgum stöðum en það sé erfitt ef það er ekki gert strax í byrjun. „Allt í einu er maður orðinn 26 ára og 155 kíló. Það er svo mikið hægt að gera áður en þetta er orðið að stærsta snjóbolta sem þú hefur séð.“ Ása Sjöfn Lórensdóttir, sem er fagstjóri heilsuverndar skólabarna, tekur undir orð Örnu og segir vaxandi offitu meðal barna alvarlegt mál upp á framtíðina. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að fitna og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni.“ En það er ekki bara í framtíðinni. Börn sem eru of feit geta fengið alls kyns kvilla strax í æsku. „Við höfum greint börn með fitulifur, við sjáum mjög reglulega börn með of háan sykur og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi, læknir á Barnaspítalanum.Unglingsdrengir feitastir Eins og sést á töflunni fyrir neðan þyngjast börnin meira umfram þörf eftir því sem þau eldast.Drengjum í offitu fjölgar stöðugt frá sex ára til fjórtán ára aldurs.vísir/hafsteinn4% barna í 1. bekk eru með offitu eða tæplega 200 börn, 300 börn í 4. bekk eða að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá er 8% drengja með offitu eða 174 drengir og 5% stúlkna. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að 14 ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Með stúlkunum eru samtals 334 fjórtán ára unglingar haldnir offitu. Ein skýring á aukinni offitu unglingsdrengja er meiri skjátími og minni hreyfing. „Íþróttastarf er á mörgum stöðum miðað við keppnisíþróttir. Það eru ekki allir sem finna sig í slíku. Það þyrfti að vera til önnur hreyfiúrræði,“ segir Ása.Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum of feitur Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. 8% unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallið er einnig hátt á Suðurnesjum eða 16% fjórtán ára drengja - og þar eru mun fleiri drengir bak við tölurnar en á Vestfjörðum vegna íbúafjölda. Hæsta hlutfall drengja með offitu er á Vestfjörðum, Suðurnesjum og á Austurlandi.vísir/hafsteinnHlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Engar rannsóknir eru til um það hvers vegna offita er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. Viðmælendur okkar töldu að minna úrval tómstunda og matvæla gæti haft áhrif auk þess sem erfiðara er að grípa inn í þyngdaraukninguna vegna minni þjónustu úti á landi.Dönsk rannsókn hefur þó sýnt að börn innflytjenda séu tvöfalt líklegri til að vera með offitu sem gæti hugsanlega gefið vísbendingu um jaðarhópa á landsbyggðinni hérlendis. Á Suðurnesjum þar sem sjötti hver unglingsstrákur er með offitu er afar hátt hlutfall innflytjenda. „Hér á Suðurnesjum ríkir mikil fjölmenning. Það er spurning hvort við náum til allra með fræðsluna og það sem er í boði. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segir Guðfinna.Flestir foreldrar fegnir að fá símtalið Þeir sem vigta börnin og sjá fyrstu merki um ofþyngd, eru skólahjúkrunarfræðingar. Þeir hringja í foreldra og láta vita af stöðunni, bjóða þeim í viðtal og gefa ráð um næstu skref. Flestir foreldrar eru fegnir, jafnvel létt, að heyra í skólahjúkrunarfræðingum enda hafa sjálfir verið með áhyggjur af þyngd barnsins í einhvern tíma. „En það eru alltaf einhverjir foreldrar líka sem finnst þetta óþægilegt. Finnst þetta jafnvel óþarfa aðfinnslur. En þeir eru í miklum minnihluta,“ segir Ása og bendir á að sumir foreldrar eigi erfitt með að veita barni sínu stuðning þar sem þeir séu sjálfir að glíma við ofþyngd og hafi ekki fundið úrlausn sinna mála. Hún telur þó að þeir sem taki símtalinu illa séu þeir sem tengja það við útlit barnsins. „Við sem samfélag höfum verið upptekin af því að líta vel út og það er mikil líkamsdýrkun. Þá verður þetta viðkvæmt mál, meira eins og þetta sé persónuleg árás.“ Ása bendir líka á að þótt foreldrar beri alltaf fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum og heilsu þeirra þá sé þeim gert verulega erfitt fyrir í þessum málum. Kostnaður við tómstundastarf sé mikill og ekki á allra færi. Hollasti maturinn sé oft dýrasti kosturinn í matvörubúðum en sá óholli bæði auðveldari og ódýrari. Tryggvi tekur undir orð Ásu og bendir á sælgætismenninguna. „Auðvitað er erfitt fyrir foreldra að vera ein eining á móti öllu samfélaginu sem segir að það eigi alltaf að vera nammidagur þegar klukkan segir laugardagur.“Mamman dæmd fyrir of feitt barn Fyrir nokkrum árum náði Agla Steinunn Gísladóttir að missa tugi kílóa en hún segist hafa haft mikla matarást og verið of þung frá blautu barnsbeini. „Svo varð ég bara feitur krakki, feitur unglingur og feit fullorðin kona.“Agla hefur misst tugi kílóa síðustu ár en hafði verið í offitu frá barnæsku. Nú hjálpar hún sonum sínum að eiga heilbrigt samband við mat.vísir/kompásMóðir Öglu var alltaf meðvituð um stöðuna án þess þó að ræða það mikið við Öglu. Hún lagði sig fram um að keyra hana um þveran bæinn í auka íþróttatíma, sem var eina úrræðið fyrir of feit börn á þeim tíma, og hugaði vel að mataræðinu. En það dugði ekki til. „Þótt ég hafi verið feitt barn þá var ég ekki að raða ofan í mig sælgæti allan daginn. Ég borðaði bara of mikið af mat. Ég fór til dæmis niður í eldhús á kvöldin og fékk mér afganga frá kvöldmatnum.“ Agla segist ekki hafa fundið fyrir fordómum í æsku en mamma hennar fann fyrir þeim. „Það eru sannarlega fordómar og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búin að grennast. Það sama gildir ekki um mömmu. Henni fannst eins og fólk væri að dæma sig. Þótt hún væri að gera sitt besta og allt sem í hennar valdi stóð þá fann hún fyrir dómhörku frá fólki.“ Agla á tvo syni í dag og notar reynslu sína til að hjálpa öðrum þeirra að eiga heilbrigt samband við mat. „Ég á barn sem sýnir sömu hegðun, eða sama mynstur og ég, þegar kemur að mat. Ég reyni að vera góð fyrirmynd og ræða þetta opinskátt við hann. Því ég veit hvernig honum líður, ég veit hvernig það er að langa til að borða meira þótt manni sé illt í maganum eða ætti að hætta.“70 börn á biðlista eftir aðstoð Fyrsta skrefið er vissulega að skoða aðstæður heima, mataræði, hreyfingu og andlega líðan barnsins en eins og komið hefur fram dugar það ekki alltaf til. Eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börn með offitu er Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum. Þrátt fyrir að plássunum hafi verið fjölgað nýlega eru 70 börn á biðlista í dag og þurfa að bíða í heilt ár eftir þjónustu.Tryggvi segir að Heilsuskólinn geti þjónustað fjórðung þeirra barna sem þurfa aðstoðvísir/nadine„Sérstaklega síðustu tvö ár hefur biðin verið að lengjast jafnvel þótt við höfum reynt að breyta meðferð og taka fleiri inn í fyrra. Það er af því að tilvísunum hefur fjölgað og vandi barna sem er vísað til okkar er oft orðinn meiri þegar til tilvísunar kemur,“ segir Tryggvi sem er læknir í Heilsuskólanum. „Eins og við erum mönnuð í dag ráðum við við einn fjórða af vandanum.“Bíbtest dæmi um úrelta hugsun En það geta ekki allir beðið í ár og leita margir foreldrar til dæmis til þjálfara. Guðríður Erla Torfadóttir hefur unnið með mörgum sem eru í ofþyngd eða offitu. Hún hefur verið að þjálfa börn í offitu og bendir á að einn þjálfari dugi ekki til að ná árangri. Það þurfi að setja hreyfingu inn í daglegt líf barnsins, á skólatíma, í stað þess að fara í enn eitt hundleiðinlega átakið. Guðríður segir grunnskólana þurfa að grípa boltann. Það sé úrelt að leikfimi sé tvisvar í viku og allt snúist um keppni. „Bíbtest er eitt versta dæmið um hvað þetta er úrelt. Þú færð einkunn eftir því hvað þú getur hlaupið margar ferðir. Það eru ekki allir með íþróttaskrokk eða áhuga á því. Ímyndaðu þér hvernig það er fyrir barnið sem getur minna, það verður svo augljóst!“ Guðríður segir börn sem geta minna í slíkum prófum byrja að detta úr hreyfingu og missa áhugann. „Þessu þurfa skólar að breyta. Það þurfa að vera íþróttir á hverjum degi, það þarf að hætta keppni og við eigum að hreyfa okkur af því að það er skemmtilegt.“ Einnig þurfi að huga að verslun og markaðssetningu sem beint er að börnum. „Allir þessir orkudrykkir eru gott dæmi. Það eru allir að drekka orkudrykki og heildsölur að græða gríðarlega peninga á því. Orkudrykkir eru ekki góðir fyrir börnin okkar, eða unglinga og ekki heldur okkur fullorðna fólkið. Þetta er algjörlega óþarfa vara.“Samfélagið er að bregðast börnunum Viðmælendur okkar eru sammála um að þessi þróun sé ekki börnunum sjálfum eða foreldrum að kenna. Samfélagsaðstæður valdi þróuninni. Tryggvi segir svona hraðar breytingar á þyngd barna ekki gerast öðruvísi en í samfélaginu. „Þetta er ekki líffræðileg breyting,“ segir hann. „Við erum alls staðar að bregðast,“ segir Arna. „Foreldrar með því að mæta þessu sem tabú og vilja ekki koma börnunum sínum úr jafnvægi með því að ræða þetta við þau.“Sigrún Daníelsdóttir segir umræðu um offitu geta valdið miklum skaða, jafnvel meiri skaða en líkamsástandið. Fjölmiðlar þurfi til að mynda sérstaklega að vanda sig hvernig þeir fjalla um málið.visir/kompásÞá komum við að umræðunni. Sumir segja umræðuna einmitt vera skaðlega þar á meðal Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Einblínt sé á holdafar í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og fókus á ofát og leti fólks í ofþyngd gefi skakka mynd af hópnum.Má enginn vera feitur? „Við erum nú þegar í samfélagi þar sem feitt fólk býr við jaðarsetningu og fordóma. Við þurfum að passa að við séum ekki alltaf að auka á slíkt óréttlæti,“ segir hún. „Þá hafa rannsóknir sýnt að feit börn verða jafnvel fyrir aðkasti líka heima hjá sér þar sem þau fá neikvæða gagnrýni af hálfu systkina eða annarra fjölskyldumeðlima.“ Jaðarsetning hópsins geti því veikt líkamsmyndina og veik líkamsmynd auki líkur á vanlíðan, átröskun, ofáti, hreyfingarleysi og þunglyndi. Umræðan eigi því frekar að snúast um heilsueflingu en offituvanda. „Samhliða heilsueflingu þá verðum við líka að búa til umhverfi þar sem allir búa við réttlæti - þar sem fólk er samþykkt á eigin forsendum. Hvar ætlum við að draga línuna? Ætlum við að líta þannig á það að enginn ætti að vera feitur?“ spyr Sigrún.Burðast með meira en þyngdina Það er sannarlega rætt öðruvísi um offitu en aðra líkamlega eða andlega kvilla sem börn eiga við. Umræðan, skömmin og fordómarnir, sem henni fylgja eru rót vanlíðunar. „Feit börn eiga það til að einangra sig,“ segir Ása. „Þau eru ólíkleg til að sækja sér aðstoð, fá alla annað viðmót en aðrir og verða jafnvel fyrir stríðni og einelti.“ Arna segir það að vera í ofþyngd hafa haft mikil áhrif á líf hennar og líðan. „Maður burðast með svo mikið, miklu meira en líkamlega þyngd. Þetta er bara risa bakpoki sem ég var alltaf með því ég vildi ekki opna hann fyrir neinum öðrum. Þetta er svo mikil skömm,“ segir hún. „Það þyrfti að búa til aðgerðaráætlun og bregðast við þessu. Vegna þess að þetta er lífshættulegt málefni. Þetta er eitthvað sem ég á eftir að ströggla við alla ævi.“ Viðmælendur okkar kalla eftir forvörnum og fræðslu, styttri biðlistum og fleiri úrræðum fyrir börn sem eru komin í mikinn vanda. Greiður aðgangur að tómstundum, hreyfingu og hollum mat óháð búsetu og efnahag er sagður mikilvægur. En það er líka kallað eftir umræðu um heilsueflingu sem er laus við fordóma og jaðarsetningu. Áskoranirnar eru margar og næstu daga munum við halda áfram að fjalla um þetta mikilvæga mál á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hafir þú ábendingu eða upplýsingar um áhugaverð umfjöllunarefni er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið kompas@stod2.is.Tengd skjölTölfræði um þyngd barna frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu