Börnum með offitu synjað um tryggingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:30 Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn. Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn.
Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent