Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 14:07 Hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum. Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira