5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Skoðun 24. ágúst 2021 08:01
Starfsmönnum Play boðið 50 prósent lægra starfshlutfall í vetur Stjórnendur Play funduðu með starfsmönnum félagsins í síðustu viku en á fundinum var meðal annars rædd sú tillaga að flugmenn og flugliðar tækju á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli gegn fastráðningu í vetur. Viðskipti innlent 24. ágúst 2021 06:24
Nýttu sér réttindi fyrir 2,1 milljarð Hluthafar Icelandair nýttu sér áskriftarréttindi á nýjum hlutabréfum í félaginu fyrir alls 2,1 milljarð. Viðskipti erlent 23. ágúst 2021 14:07
Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 23. ágúst 2021 13:44
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Innlent 23. ágúst 2021 12:02
Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 19. ágúst 2021 14:41
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. Neytendur 18. ágúst 2021 18:06
„Mjög krefjandi“ að hitta á rétt framboð flugferða Icelandair hefur að undanförnu þurft að fella niður hluta af áætlun sinni í flugferðum fyrir haustið vegna áhrifa ferðatakmarkana hvers konar. Viðskipti innlent 18. ágúst 2021 14:41
Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert. Viðskipti innlent 17. ágúst 2021 19:13
Vél Icelandair snúið við til Akureyrar vegna falskrar viðvörunar Farþegavél á vegum Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 15. ágúst 2021 18:11
Reginn hefur hagnast um rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna það sem af er ári Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 12. ágúst 2021. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.524 milljónir króna og hækkar um 16 prósent frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 13. ágúst 2021 10:18
Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. Viðskipti innlent 12. ágúst 2021 17:11
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. Innlent 11. ágúst 2021 12:00
Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Viðskipti innlent 9. ágúst 2021 10:59
Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 6. ágúst 2021 11:46
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Viðskipti innlent 6. ágúst 2021 09:52
Ívar framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum. Viðskipti innlent 5. ágúst 2021 16:42
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. Viðskipti innlent 3. ágúst 2021 12:13
Kvika kaupir eigin bréf fyrir 238 milljónir Kvika banki hf. keypti 10.000 eigin hluti að kaupverði 238.650.000 króna í vikunni sem leið. Viðskipti innlent 2. ágúst 2021 19:10
Play tekur á móti nýrri farþegaþotu í næstu viku Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst. Viðskipti innlent 30. júlí 2021 15:00
Örfáum án Covid-prófs vísað frá hjá Play í dag Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun. Viðskipti innlent 29. júlí 2021 22:02
Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. Viðskipti innlent 28. júlí 2021 16:17
Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28. júlí 2021 15:43
„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Viðskipti innlent 28. júlí 2021 12:41
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Innlent 28. júlí 2021 11:12
Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Viðskipti innlent 25. júlí 2021 22:40
Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag. Innlent 24. júlí 2021 09:29
Samþykktu hlutafjáraukningu og fulltrúi Bain komin í stjórn Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestingasjóðsins Bain Capital í félaginu. Fulltrúi sjóðsins kemur inn í stjórn og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, stígur til hliðar. Viðskipti innlent 23. júlí 2021 17:13
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Viðskipti innlent 22. júlí 2021 19:07
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. Innlent 22. júlí 2021 16:53