„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. apríl 2023 21:08 Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir ákvörðunina ekki vera tekna með pólitík eða muninn á viðskiptaumhverfi Evrópu og Bandaríkjanna í huga. Vísir/Steingrímur Dúi Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“ Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira