Viðskipti innlent

Far­þega­fjöldi Play þre­faldast milli ára

Bjarki Sigurðsson skrifar
Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Tæplega 87 þúsund manns flugu með flugfélaginu Play í marsmánuði. Sætanýting félagsins var 80,6 og stundvísi 87,4 prósent. 

Í fyrra flugu 23.700 manns með flugfélaginu í mars og því hefur farþega fjöldin rúmlega þrefaldast milli ára. Af þeim sem flugu með Play voru 26 prósent að ferðast frá Íslandi, 39 prósent til Íslands og 35 prósent voru tengifarþegar. 

Á fyrsta ársfjórðungi ársins hafa 212 þúsund farþegar flogið með Play og er sætanýting 78,4 prósent. Stundvísi á ársfjórðungnum var 85,5 prósent. 

„Við erum að fljúga inn í skemmtilegasta tíma ársins þar sem við tökum á móti um tvö hundruð nýjum samstarfsmönnum í liðið, fjórum splunkunýjum flugvélum og kynnum þrettán nýja áfangastaði til leiks. Markaðirnir hafa tekið okkur opnum örmum sem sést best á því að við sáum meðaltekjurnar hækka þrátt fyrir að við höfum næstum því tvöfaldað framboð okkar,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu. 

Play mun fljúga til 37 áfangastaða á árinu en alls eru þrettán nýir áfangastaðir í sumar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×