Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20. október 2021 20:00
Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20. október 2021 19:09
Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“ Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum. Viðskipti innlent 19. október 2021 16:31
Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Viðskipti innlent 19. október 2021 09:25
Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Viðskipti innlent 19. október 2021 08:50
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18. október 2021 11:52
Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Lífið 17. október 2021 14:49
Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15. október 2021 09:39
Play bætir við þremur nýjum áfangastöðum á Norðurlöndum Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð. Viðskipti innlent 12. október 2021 11:19
Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. Viðskipti innlent 8. október 2021 13:14
Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni. Viðskipti innlent 8. október 2021 08:35
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Innlent 7. október 2021 07:31
Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum „Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“ Innlent 7. október 2021 06:47
Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2021 19:16
Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. Innlent 6. október 2021 07:09
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Innlent 5. október 2021 18:09
Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. Innlent 5. október 2021 09:03
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. Innlent 5. október 2021 06:48
Ekki hægt að hleypa farþegunum út vegna öryggisreglna í flugstöðinni Ekki var hægt að hleypa farþegum úr flugvél Icelandair sem lent var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna öryggiskrafna í flugstöðinni. Boeing 737 Max flugvél Icelandair frá Akureyri var beint til Keflavíkur eftir að ekki var hægt að lenda henni í Reykjavík vegna veðurs. Innlent 2. október 2021 15:31
Flugvél Icelandair snúið við frá Reykjavíkurflugvelli: Farþegar biðu í tæpar tvær klukkustundir Flugvél Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli sökum sviptivindar í kvöld. Vélinni var beint til Keflavíkur þar sem við tók glundroði og löng bið. Innlent 2. október 2021 00:06
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Viðskipti innlent 1. október 2021 19:01
Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Skoðun 1. október 2021 12:31
Hafa lokið fjármögnun Boeing 737 MAX flugvéla félagsins Icelandair hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX flugvéla. Viðskipti innlent 1. október 2021 09:41
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. Viðskipti innlent 29. september 2021 08:07
Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 29. september 2021 06:50
Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Viðskipti innlent 27. september 2021 12:40
Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi. Viðskipti innlent 27. september 2021 10:39
Kemur ný inn í stjórn Kauphallarinnar Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur verið kjörin ný í stjórn Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland. Viðskipti 23. september 2021 20:19
Play nælir í sölusérfræðing frá Icelandair Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 23. september 2021 16:50