Viðskipti innlent

Fyrsta flugið til Detroit

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Boðið var upp á kaffi og með því.
Boðið var upp á kaffi og með því. Icelandair

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar.

Icelandair flaug til borgarinnar í stuttan tíma á níunda áratugnum en fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nú fljúgi Icelandair til þrettán áfangastaða í Bandaríkjunum. Nýju flugleiðinni til Detroit sé ætlað að mæta áframhaldandi eftirspurn eftir ferðum til Íslands, enda Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna sem kemur hingað til lands.

„Detroit er áhugaverð viðbót við leiðarkerfi Icelandair í Norður-Ameríku og er mikill suðupottur menningar. Þaðan eru öflugar tengingar til annarra borga í Bandaríkjunum og eins skapast með þessu góðar tengingar frá Bandaríkjunum yfir til annarra áfangastaða okkar í Evrópu. Við höfum haft af því góða raun undanfarin ár að bæta við leiðarkerfi okkar áfangastöðum vestanhafs sem hafa fáar beinar tengingar við Evrópu og þannig passar Detroit vel inn í öflugt leiðarkerfi okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×