Alvotech skoðar að sækja sér aukið fjármagn
![Rekstrartap Alvotech, sem er skráð á markað hér heima og vestanhafs, nam jafnvirði 13 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.](https://www.visir.is/i/AFEFE19886AEA337ED0C4815525B68CFBF725247F32F6521101AE5D27D363E57_713x0.jpg)
Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem bíður enn svara frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf í Bandaríkjunum, er um þessar mundir að skoða möguleika á því að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. Félagið átti um 116 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 16 milljarða íslenskra króna, í handbært fé í lok fyrsta fjórðungs en hlutabréfaverð þess hefur lækkað um 35 prósent eftir að ljóst varð um miðjan síðasta mánuð að FDA gerði enn athugasemdir við framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins.